Innlent

Veiðimaður var dreginn meðvitundarlaus á land úr Þingvallavatni

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Þingvallavatni.
Frá Þingvallavatni. Vísir/Pjetur
Maður hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans með þyrlu eftir að hann datt í Þingvallavatn við veiðar rétt fyrir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi sá vegfarandi manninn fara ofan í vatnið og koma ekki upp aftur.

Maðurinn var ekki með meðvitund þegar honum var bjargað úr vatninu. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um ástand mannsins eða hvort hann hafi verið lagður inn á gjörgæslu.

Uppfært klukkan 14:30

Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna atviksins sem sjá má að neðan. 

Uppfært klukkan 16:20

Maðurinn var lagður inn á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er honum haldið sofandi þar. Hann er sagður mjög þungt haldinn.

Kl. 11:40 í dag var tilkynnt til lögreglu af vegfaranda við Þingvallavatn að hann hafi séð veiðimann hverfa í vatnið og...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, June 11, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×