Enski boltinn

Ungir Englendingar fá of há laun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raheem Sterling er enn gjaldgengur í U-21 lið Englands.
Raheem Sterling er enn gjaldgengur í U-21 lið Englands. Vísir/Getty
Mark Lawrenson, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá BBC, segir að ungir enskir knattspyrnumenn séu á of háum launum.

England féll úr leik í riðlakeppni EM U-21 liða sem nú stendur yfir í Tékklandi eftir 3-1 tap fyrir Ítalíu í gær.

Lawrenson segir meðal annars að helst vilja félög í ensku úrvalsdeildinni ekki að leikmenn eyði kröftum sínum í mót eins og þetta þar sem að enska deildin sé mun hærra skrifuð.

Félögin hugsi vel um sína leikmenn og Lawrenson segir að það hafi áhrif hversu vel borgað þeir fá þrátt fyrir ungan aldur.

„Áður en þessir krakkar komast á ofurlaun er hungrið gríðarlega mikið hjá þeim. Um leið og þeir fá stóran samning þá er baráttan töpuð,“ sagði Lawrenson sem segir að England hefði auðveldlega unnið mótið með alla sína sterkustu leikmenn.

Hins vegar urðu þeir Alex Oxlade-Chamerblain, Raheem Sterling, Ross Barkley og Luke Shaw allir eftir heima á meðan félagar þeirra fóru með U-21 liðinu til Tékklands.

Greinina má lesa á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×