Vill losa sig við hlut sinn í DV og býður verulegan afslátt Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2015 13:27 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Hver hlutur í DV er metinn á 1,5 milljón. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015 Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur gefið það út að hlutur hans í DV, sem nemur einu prósenti, sé til sölu. Hann auglýsti hlut sinn á Facebook í gær, með veglegum afslætti og benti áhugasömum á að hafa samband við sig. Þessi yfirlýsing ritstjórans, fyrrum ritstjóra á DV og framkvæmdastjóra, kom beint ofan í talsverða umræðu sem spannst á samfélagsmiðlum í gær um forsíðuviðtal blaðsins, sem var í frídreifingu í gær, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Blaðinu hefur verið legið á hálsi að vera orðið málgagn Framsóknarflokksins, og byr undir þá vængi eru fjárkúgunarmál sem komst í hámæli; þegar systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir vildu átta milljónir frá Sigmundi Davíð. Samkvæmt fréttum fólst hótunin í því að ef hann myndi ekki láta féð af hendi rakna yrðu lögð fram gögn sem sýndu að hann hafi komið að fjármögnun Björns Inga Hrafnssonar á VefPressunni og þá DV með milligöngu MP banka.Nokkur umræða hefur verið um DV á samfélagsmiðlum og þessi mynd, sem birt var á FB-vegg Jóns Trausta, segir sína sögu um hvaða hug sumir áhugamenn bera til blaðsins.Meðal þeirra sem vönduðu blaðinu ekki kveðjurnar í gær er Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, sem segir blaðið nú hafa breyst úr manni í mús. „Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn.“ Jón Trausti segir í samtali við Vísi að sér hafi borist tilboð, en viðkomandi hafi bakkað út úr því. „Svo er einn búinn að setja sig í samband og er að hugsa.“ Að sögn Jóns Trausta er nafnverð hvers hluta um sig metið á eina og hálfa milljón. „En ég gef tugi prósenta í afslátt,“ segir Jón Trausti og helst að skilja að honum sé fyrst og fremst í mun að losa sig við þessi tengsl, fremur en að þetta sé peningaspursmál. En, verulegar væringar hafa verið um eignarhald á blaðinu, sem náðu hámarki fyrir um ári.Ég býð til sölu tæplega 1% hlut minn í DV ehf. á veglegum afslætti.Áhugasamir geta sent skilaboð.Posted by Jón Trausti Reynisson on 25. júní 2015
Tengdar fréttir Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Ritstjóri DV furðar sig á blendnum viðbrögðum við forsíðuviðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 25. júní 2015 13:44