Innlent

Dómur mildaður yfir einni vegna árásar á Úrillu górillunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA
Hæstiréttur Íslands hefur mildað refsingu yfir einni konu sem kom að árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Úrillu Górilluna í Austurstræti þann 28. mars í fyrra.

Fimm voru ákærðar í upphafi en fallið var frá ákæru yfir einni þeirra við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Þær fjórar sem eftir stóðu fengu allar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir árásina á hendur stúlkunni sem var á sautjánda ári þegar hún átti sér stað.

Þrjár þeirra voru dæmdar í þriggja mánaða fangelsi en ein í þrjátíu daga fangelsi. Voru allir dómarnir skilorðsbundnir til tveggja ára.

Hæstiréttur ákvað þó að sýkna þá sem fékk þrjátíu daga dóminn af einkaréttarkröfu þeirrar sem varð fyrir árásinni og þá fellur kostnaður vegna þóknunar réttargæslumanns brotaþola ekki á þá sem fékk þrjátíu daga dóminn.  

Í ákærunni voru tvær kvennanna sakaðar um að hafa fyrst ráðist á fórnarlambið með því að rífa í hár hennar inni á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Ein þeirra tveggja auk hinna þriggja hafi í kjölfarið rifið í hár hennar, sparkað og slegið í höfuð og líkama hennar fyrir utan skemmtistaðinn.


Tengdar fréttir

Dæmdar fyrir líkamsárás

Fjórar ungar konur hlutu í morgun skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás á hendur stúlku á sautjánda ári inni á og utan við skemmtistaðinn Úrillu Górilluna í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×