Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2015 19:36 Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar.
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38