Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2015 19:36 Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar.
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38