Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2015 19:36 Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar.
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38