Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2015 19:36 Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar.
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38