Ísland í dag: Konur mun stærri hópur gerenda en fólk heldur Sindri Sindrason skrifar 3. júní 2015 14:49 „Erfiðast er þegar mæður trúa ekki börnum sínum og velja að trúa til að mynda stjúpföðurnum,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, en inn á hennar borð rata yfir 330 mál á ári hverju og fer fjölgandi. Þá segir hún konur gerendur í mun fleiri kynferðisbrotamálum en fólk heldur. Ísland í dag hitti Ólöfu og kynntist starfsemi Barnahúss. Barnahús sinnur málefnum barna sem grunur liggur á um að hafi verið beitt kynferðisofbeldi eða -áreitni. Ólöf Ásta hefur unnið við þennan málaflokk undanfarin sextán ár og gengt forstöðu í Barnahúsi frá árinu 2007. Hingað koma börn á aldrinum þriggja til átján ára. „Markmiðið með húsinu er náttúrulega að öll börnin fái þjónustu undir eina og sama þakinu og að ólíkir aðilar komi og hitti börnin í Barnahúsi, en að barnið þurfi ekki að fara á marga staði og hitta ókunnuga,“ segir Ólöf. Sjötíu prósent skjólstæðinga Barnahúss eru stúlkur og unglingar langstærsti hópurinn. Ólöf segir þó að mun fleiri drengir verði fyrir kynferðisofbeldi en tölur gefi til kynna og að þeir geti jafnvel verið jafnmargir og stúlkurnar. „Þeir eiga náttúrulega erfiðara með að segja frá,“ segir Ólöf. „Ég held að það sé ákveðið vandamál, jafnvel þó að við höfum reynt að tala um það við fagfólk að hlusta eftir þeirra tjáningu líka. Drengir sýna kannski frekar reiði og aggresífa hegðun en stúlkur.“ Hún segir jafnframt að ef karlmaður stígur fram og greini frá því að hann hafi verið misnotaður, séu skýr merki um að fleiri stígi þá fram. Sérstaklega ef um þekktan aðila er að ræða. „Það hefur áhrif,“ segir hún. „Ég tel það mjög mikilvægt að reyna að ná í þennan hóp drengja því þeir sýna sömu afleiðingarnar og stúlkur, og jafnvel verri.“Sjá má innslagið um Barnahús í Íslandi í dag í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir 2013 metár í tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum Heildarfjöldi tilkynninga til Barnaverndarstofu árið 2013 var 8.615 og fjölgaði þeim um rúm átta prósent á milli ára. 23. september 2014 10:17 Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. 30. september 2014 08:00 Ísland í dag: Sagði frá kynferðisofbeldi á leikskóla sínum en málið fellt niður Sem barn lýsti Birta Ósk því hvernig hún var misnotuð af starfsmanni á leikskóla hennar. Hún telur ekki hafa verið rétt unnið úr málinu. 28. apríl 2015 21:09 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Erfiðast er þegar mæður trúa ekki börnum sínum og velja að trúa til að mynda stjúpföðurnum,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, en inn á hennar borð rata yfir 330 mál á ári hverju og fer fjölgandi. Þá segir hún konur gerendur í mun fleiri kynferðisbrotamálum en fólk heldur. Ísland í dag hitti Ólöfu og kynntist starfsemi Barnahúss. Barnahús sinnur málefnum barna sem grunur liggur á um að hafi verið beitt kynferðisofbeldi eða -áreitni. Ólöf Ásta hefur unnið við þennan málaflokk undanfarin sextán ár og gengt forstöðu í Barnahúsi frá árinu 2007. Hingað koma börn á aldrinum þriggja til átján ára. „Markmiðið með húsinu er náttúrulega að öll börnin fái þjónustu undir eina og sama þakinu og að ólíkir aðilar komi og hitti börnin í Barnahúsi, en að barnið þurfi ekki að fara á marga staði og hitta ókunnuga,“ segir Ólöf. Sjötíu prósent skjólstæðinga Barnahúss eru stúlkur og unglingar langstærsti hópurinn. Ólöf segir þó að mun fleiri drengir verði fyrir kynferðisofbeldi en tölur gefi til kynna og að þeir geti jafnvel verið jafnmargir og stúlkurnar. „Þeir eiga náttúrulega erfiðara með að segja frá,“ segir Ólöf. „Ég held að það sé ákveðið vandamál, jafnvel þó að við höfum reynt að tala um það við fagfólk að hlusta eftir þeirra tjáningu líka. Drengir sýna kannski frekar reiði og aggresífa hegðun en stúlkur.“ Hún segir jafnframt að ef karlmaður stígur fram og greini frá því að hann hafi verið misnotaður, séu skýr merki um að fleiri stígi þá fram. Sérstaklega ef um þekktan aðila er að ræða. „Það hefur áhrif,“ segir hún. „Ég tel það mjög mikilvægt að reyna að ná í þennan hóp drengja því þeir sýna sömu afleiðingarnar og stúlkur, og jafnvel verri.“Sjá má innslagið um Barnahús í Íslandi í dag í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir 2013 metár í tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum Heildarfjöldi tilkynninga til Barnaverndarstofu árið 2013 var 8.615 og fjölgaði þeim um rúm átta prósent á milli ára. 23. september 2014 10:17 Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. 30. september 2014 08:00 Ísland í dag: Sagði frá kynferðisofbeldi á leikskóla sínum en málið fellt niður Sem barn lýsti Birta Ósk því hvernig hún var misnotuð af starfsmanni á leikskóla hennar. Hún telur ekki hafa verið rétt unnið úr málinu. 28. apríl 2015 21:09 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
2013 metár í tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum Heildarfjöldi tilkynninga til Barnaverndarstofu árið 2013 var 8.615 og fjölgaði þeim um rúm átta prósent á milli ára. 23. september 2014 10:17
Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. 30. september 2014 08:00
Ísland í dag: Sagði frá kynferðisofbeldi á leikskóla sínum en málið fellt niður Sem barn lýsti Birta Ósk því hvernig hún var misnotuð af starfsmanni á leikskóla hennar. Hún telur ekki hafa verið rétt unnið úr málinu. 28. apríl 2015 21:09