Snerti fyrst kringluna í fyrra og vann gull á Smáþjóðaleikunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:00 Guðni Valur með verðlaunin sín í dag. Vísir/E. Stefán Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira