Fann 35 sprautunálar: „Það eru alltaf börn að leika sér þarna“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2015 15:15 Brynjar Örn býr í Hafnarfirði og barnið hans leikur sér í hverfinu. „Ég taldi þrjátíu og fimm sprautunálar og sprautur þarna,“ segir Brynjar Örn Víðisson en hann kvartar undan því að byggingargrunnur sem hafi staðið óafgirtur og óafskiptur í fimm ár og safni rusli og því sem verra er, sprautunálum. Byggingargrunnurinn stendur við Vellina í Hafnarfirði. Í gærkvöldi þar sem hann gekk frá heima hjá sér kom sonur hans heim og dinglaði á bjöllunni eftir að hafa verið að leika sér úti. Þegar Brynjar fór og opnaði stóð sonur hans fyrir utan og hélt á sprautu með sprautunál í hendinni. Kristni brá skiljanlega.Hér safnast rusl og sprautunálar.Vísir/BrynjarÓttaðist að sonur sinn hefði stungið sig á sprautunálinni „Ég sagði honum að henda þessu strax frá sér og spurði hann hvort hann hefði stungið sig á nálinni.“ Drengurinn sagðist ekki hafa stungið sig. „En ég óttaðist að hann myndi reyna að fela það því að hann héldi að ég yrði reiður þar sem ég hef margoft sagt honum að taka ekki svona upp. Þannig að ég þráspurði hann og gekk úr skugga um að hann hefði ekki stungið sig.“ Sonur Brynjars fór þvínæst með hann á þann stað þar sem sprautunálarnar fundust en þar var allt morandi í þeim. Það var í byggingargrunninum fyrrnefnda. „Þessi grunnur hefur verið slysagildra síðan ég flutti hingað. Það var fyrir fimm árum síðan.“ Hann segir svæðið þó hafa verið hættulegt síðastliðin tuttugu ár. „Ég veit ekki hversu oft við höfum beðið um að þetta svæði sé afgirt með einhverjum hætti. Það var að vísu sett upp timburgirðing en hún fauk í fyrsta roki og þá urðu aðstæðurnar eiginlega verri. Naglaspýtur út um allt.“ Hann segir svæðið fyllast af vatni í rigningu og að það sé sífellt verið að fleygja rusli þarna ofan í. Þegar drengurinn hans kom með sprautunálar heim var honum þó öllum lokið. Strákurinn leiki sér mikið úti og þarna í grunninum.Hættulegur fundur fyrir ung börn.Vísir/BrynjarAlgengt að sprautunálar finnist Brynjar hringdi í lögregluna eftir fundinn. „Eina svarið sem ég fékk frá henni var að hver og einn ætti sjálfur að taka þetta upp. Lögreglan sagði bara að það væri svo mikið af þessu og að þau hefðu ekkert efni á að sinna þessu.“ Brynjar fór því út í gærkvöldi og tók upp sprauturnar, setti í dagblað og henti í ruslið. „Lögreglan var ekkert að gefa nein fyrirmæli. Ég heyrði síðan eftir á þegar ég setti þetta á Facebook að það væri best að setja þetta í flösku eða fara með þetta í apótek og láta farga þessu.“ Þegar Brynjar hafði tínt sprauturnar upp og hent þeim tók hann eftir því að um leið voru komin börn og byrjuð að leika sér í grunninum. „Ég meina, það eru alltaf börn að leika sér þarna.“ Lögreglan í Hafnarfirði segir það algengt að sprautunálar finnist og að alla jafna taki íbúar það að sér að farga þeim. Mælt er með því að taka þær varlega upp, ef til vill með gúmmíhönskum og setja í plastflösku og skrúfa tappann vel á. Þannig er hægt að henda þeim í ruslið án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þær stingi næsta mann. Ekki náðist í byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Ég taldi þrjátíu og fimm sprautunálar og sprautur þarna,“ segir Brynjar Örn Víðisson en hann kvartar undan því að byggingargrunnur sem hafi staðið óafgirtur og óafskiptur í fimm ár og safni rusli og því sem verra er, sprautunálum. Byggingargrunnurinn stendur við Vellina í Hafnarfirði. Í gærkvöldi þar sem hann gekk frá heima hjá sér kom sonur hans heim og dinglaði á bjöllunni eftir að hafa verið að leika sér úti. Þegar Brynjar fór og opnaði stóð sonur hans fyrir utan og hélt á sprautu með sprautunál í hendinni. Kristni brá skiljanlega.Hér safnast rusl og sprautunálar.Vísir/BrynjarÓttaðist að sonur sinn hefði stungið sig á sprautunálinni „Ég sagði honum að henda þessu strax frá sér og spurði hann hvort hann hefði stungið sig á nálinni.“ Drengurinn sagðist ekki hafa stungið sig. „En ég óttaðist að hann myndi reyna að fela það því að hann héldi að ég yrði reiður þar sem ég hef margoft sagt honum að taka ekki svona upp. Þannig að ég þráspurði hann og gekk úr skugga um að hann hefði ekki stungið sig.“ Sonur Brynjars fór þvínæst með hann á þann stað þar sem sprautunálarnar fundust en þar var allt morandi í þeim. Það var í byggingargrunninum fyrrnefnda. „Þessi grunnur hefur verið slysagildra síðan ég flutti hingað. Það var fyrir fimm árum síðan.“ Hann segir svæðið þó hafa verið hættulegt síðastliðin tuttugu ár. „Ég veit ekki hversu oft við höfum beðið um að þetta svæði sé afgirt með einhverjum hætti. Það var að vísu sett upp timburgirðing en hún fauk í fyrsta roki og þá urðu aðstæðurnar eiginlega verri. Naglaspýtur út um allt.“ Hann segir svæðið fyllast af vatni í rigningu og að það sé sífellt verið að fleygja rusli þarna ofan í. Þegar drengurinn hans kom með sprautunálar heim var honum þó öllum lokið. Strákurinn leiki sér mikið úti og þarna í grunninum.Hættulegur fundur fyrir ung börn.Vísir/BrynjarAlgengt að sprautunálar finnist Brynjar hringdi í lögregluna eftir fundinn. „Eina svarið sem ég fékk frá henni var að hver og einn ætti sjálfur að taka þetta upp. Lögreglan sagði bara að það væri svo mikið af þessu og að þau hefðu ekkert efni á að sinna þessu.“ Brynjar fór því út í gærkvöldi og tók upp sprauturnar, setti í dagblað og henti í ruslið. „Lögreglan var ekkert að gefa nein fyrirmæli. Ég heyrði síðan eftir á þegar ég setti þetta á Facebook að það væri best að setja þetta í flösku eða fara með þetta í apótek og láta farga þessu.“ Þegar Brynjar hafði tínt sprauturnar upp og hent þeim tók hann eftir því að um leið voru komin börn og byrjuð að leika sér í grunninum. „Ég meina, það eru alltaf börn að leika sér þarna.“ Lögreglan í Hafnarfirði segir það algengt að sprautunálar finnist og að alla jafna taki íbúar það að sér að farga þeim. Mælt er með því að taka þær varlega upp, ef til vill með gúmmíhönskum og setja í plastflösku og skrúfa tappann vel á. Þannig er hægt að henda þeim í ruslið án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þær stingi næsta mann. Ekki náðist í byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira