Innlent

Á 128 kílómetra hraða á meðan hún borðaði skyr

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stúlkan var á 128 kílómetra hraða þar sem er 70 kílómetra hámarkshraði.
Stúlkan var á 128 kílómetra hraða þar sem er 70 kílómetra hámarkshraði. vísir/anton brink
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í liðinni viku 17 ára stúlku fyrir of hraðan akstur. Var hún á 128 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að það hafi ekki aðeins verið hraðakstur stúlkunnar sem vakti eftirtekt lögreglumanna heldur einnig það að á meðan á akstrinum stóð var stúlkan að borða skyr. Ekki fer þó sögum af því hvaða tegund af skyri stúlkan var að borða undir stýri.

Hún má eiga von á hárri sekt vegna hraðaksturins og sviptingu ökuréttinda.

Þegar vel viðrar á bensínfótur sumra til að þyngjast. Þannig var 17 ára stúlka tekin fyrir of hraðan akstur á höfuð...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, 8 June 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×