Viggó Sigurðsson segir brotið á atvinnufrelsi sundkennara Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2015 16:25 Viggó segir stéttina æfa vegna þessara nýju fyrirmæla. Vísir/Pjetur Viggó Sigurðsson, sund- og íþróttakennari, segir stétt sína æfa vegna hæfnisprófs sem kennararnir þurfa nú að gangast undir hæfnispróf á ársfresti. „Það er verið að fara fram á að við eigum að mæta á hverju ári á eitthvað sundnámskeið og taka svo hæfnispróf þar sem við eigum að synda 600 metra á innan við tuttugu mínútum, hraðsund 25 metra á þrjátíu sekúndum, björgunarsund í fötum, köfunarsund og svo framvegis. Síðan eigum við að seitja námskeið, sem ég sat reyndar síðastliðinn föstudag. Það stendur að það sé sundnámskeið,“ segir Viggó en hann heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Sundkennsla fellur ekki undir starf sundlaugarvarðar heldur þarf fimm ára háskólaanám við íþróttakennaradeild til starfans. Vísir/GVASitur þegar góð skyndihjálparnámskeið Viggó sat námskeiðið en neitaði að taka þolpróf, hann segist þegar hafa tekið það, setið skyndihjálparnámskeið og sé auk þess með leyfisbréf til þess að kenna sund. „Kennarinn var ekki kennararmenntaður sem kenndi á námskeiðinu, hann sagði sjálfur að hann hefði ekki hundsvit á sundaðferðum eða neitt slíkt,“ útskýrði Viggó. „Þetta var bráðatæknir frá slökkviliðinu í Reykjavík.“ Viggó segist sækja skyndihjálparnámskeið reglulega starfi síns vegna og að það geri hver sundkennari sem hefur metnað fyrir sínu starfi. „Ég var að klára tólf tíma skyndihjálparnámskeið. Þetta námskeið sem ég var á á föstudaginn var einn og hálfur tími.“ Hann segir að það hafi að mestu leyti verið snakk en lítið um haldbæra kunnáttu eða reynslu. Viggó segir að fyrirmælin komi frá umhverfisráðuneytinu og að verið sé að láta sundkennara gangast undir sund- og laugarvarðapróf. „Ég er ekki laugarvörður, ég er kennari,“ segir Viggó sem er mjög ósáttur við gang mála.Kennarar - ekki laugarverðir Hann skilur ekki hvers vegna þessar breytingar eru taldar nauðsynlegar en þær tóku gildi með reglugerð nr. 205/2014 sem er sett með stoð í reglugerð um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. „Við erum ekki laugarverðir og heldur ekki starfsmenn sundstaða. Við erum kennarar við skóla; grunnskóla og framhaldsskóla á landinu.“ Viggó telur reglugerðina ekki standast lög þar sem fyrirmælin skerði atvinnufrelsi og –rétt sundkennara. Ef þeir standast ekki hæfnispróf megi þeir ekki kenna. Viggó telur þetta brot gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna til að stunda atvinnu sína – hann bendir á að kennarar, íþróttakennarar þar með taldir að sjálfsögðu, hafi sótt fimm ára háskólanám og hafi undir höndum leyfisbréf til þess að sinna starfi sínu. „Þetta er algjör árás og ofbeldi gagnvart okkur sundkennurum. Við stöndum bara berskjaldaðir í þessu af því að stéttarfélagið okkar stendur ekki einu sinni með okkur,“ segir Viggó en hann fékk þær upplýsingar að samkomulag hafi verið gert milli ráðuneytis og stéttarfélags um þessar reglur.Málið einkennist af rökleysu og þvælu Hann segir málið einkennast af endalausri rökleysu og þvælu. „Þetta er algjört bull. Ég spurði einn nefndarmann sem kom að þessari nefnd sem er íþróttakennari við Kennaraháskólann hvað það hefði með það með sundkennslu að ég gæti synt 600 metra á tuttugu mínútum. Svarið var sem er akkúrat sama rökleysan og er í öllu þessu máli að ég gæti lent í því að vera úti á vatni í bát og gæti þurft að keyra í land.“ „Við að kenna sund?“ spurði þáttastjórnandi í spurnartón. „Já nákvæmlega,“ svaraði Viggó en hann ætlar með málið í hart. „Ég bý svo vel að konan mín er lögfræðingur. Ég er bara að fara í málið.“ Hlusta má á viðtalið við Viggó Sigurðsson hér að ofan. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Viggó Sigurðsson, sund- og íþróttakennari, segir stétt sína æfa vegna hæfnisprófs sem kennararnir þurfa nú að gangast undir hæfnispróf á ársfresti. „Það er verið að fara fram á að við eigum að mæta á hverju ári á eitthvað sundnámskeið og taka svo hæfnispróf þar sem við eigum að synda 600 metra á innan við tuttugu mínútum, hraðsund 25 metra á þrjátíu sekúndum, björgunarsund í fötum, köfunarsund og svo framvegis. Síðan eigum við að seitja námskeið, sem ég sat reyndar síðastliðinn föstudag. Það stendur að það sé sundnámskeið,“ segir Viggó en hann heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Sundkennsla fellur ekki undir starf sundlaugarvarðar heldur þarf fimm ára háskólaanám við íþróttakennaradeild til starfans. Vísir/GVASitur þegar góð skyndihjálparnámskeið Viggó sat námskeiðið en neitaði að taka þolpróf, hann segist þegar hafa tekið það, setið skyndihjálparnámskeið og sé auk þess með leyfisbréf til þess að kenna sund. „Kennarinn var ekki kennararmenntaður sem kenndi á námskeiðinu, hann sagði sjálfur að hann hefði ekki hundsvit á sundaðferðum eða neitt slíkt,“ útskýrði Viggó. „Þetta var bráðatæknir frá slökkviliðinu í Reykjavík.“ Viggó segist sækja skyndihjálparnámskeið reglulega starfi síns vegna og að það geri hver sundkennari sem hefur metnað fyrir sínu starfi. „Ég var að klára tólf tíma skyndihjálparnámskeið. Þetta námskeið sem ég var á á föstudaginn var einn og hálfur tími.“ Hann segir að það hafi að mestu leyti verið snakk en lítið um haldbæra kunnáttu eða reynslu. Viggó segir að fyrirmælin komi frá umhverfisráðuneytinu og að verið sé að láta sundkennara gangast undir sund- og laugarvarðapróf. „Ég er ekki laugarvörður, ég er kennari,“ segir Viggó sem er mjög ósáttur við gang mála.Kennarar - ekki laugarverðir Hann skilur ekki hvers vegna þessar breytingar eru taldar nauðsynlegar en þær tóku gildi með reglugerð nr. 205/2014 sem er sett með stoð í reglugerð um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. „Við erum ekki laugarverðir og heldur ekki starfsmenn sundstaða. Við erum kennarar við skóla; grunnskóla og framhaldsskóla á landinu.“ Viggó telur reglugerðina ekki standast lög þar sem fyrirmælin skerði atvinnufrelsi og –rétt sundkennara. Ef þeir standast ekki hæfnispróf megi þeir ekki kenna. Viggó telur þetta brot gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna til að stunda atvinnu sína – hann bendir á að kennarar, íþróttakennarar þar með taldir að sjálfsögðu, hafi sótt fimm ára háskólanám og hafi undir höndum leyfisbréf til þess að sinna starfi sínu. „Þetta er algjör árás og ofbeldi gagnvart okkur sundkennurum. Við stöndum bara berskjaldaðir í þessu af því að stéttarfélagið okkar stendur ekki einu sinni með okkur,“ segir Viggó en hann fékk þær upplýsingar að samkomulag hafi verið gert milli ráðuneytis og stéttarfélags um þessar reglur.Málið einkennist af rökleysu og þvælu Hann segir málið einkennast af endalausri rökleysu og þvælu. „Þetta er algjört bull. Ég spurði einn nefndarmann sem kom að þessari nefnd sem er íþróttakennari við Kennaraháskólann hvað það hefði með það með sundkennslu að ég gæti synt 600 metra á tuttugu mínútum. Svarið var sem er akkúrat sama rökleysan og er í öllu þessu máli að ég gæti lent í því að vera úti á vatni í bát og gæti þurft að keyra í land.“ „Við að kenna sund?“ spurði þáttastjórnandi í spurnartón. „Já nákvæmlega,“ svaraði Viggó en hann ætlar með málið í hart. „Ég bý svo vel að konan mín er lögfræðingur. Ég er bara að fara í málið.“ Hlusta má á viðtalið við Viggó Sigurðsson hér að ofan.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira