Fótbolti

Arnór og félagar í Torpedo Moskva féllu

Arnór er hér í leik gegn Spartak Moskva.
Arnór er hér í leik gegn Spartak Moskva. vísir/getty
Arnór Smárason og félagar hans í Torpedo Moskva unnu 2-0 sigur á Mordovia Saransk á heimavelli í lokaumferð rússnesku deildarinnar sem lauk rétt í þessu. Arnór kom inn á sem varamaður þegar tólf mínutur voru eftir fyrir Portúgalann Hugo Vieira.

Sigurinn dugði hins vegar Torpedo ekki því liðið féll með lakari markatölu en Rostov. Rostov gerði jafntefli við CSKA Moskva og það dugði liðinu til að halda sæti sínu í deildinni.

Krasnodar, lið Ragnars Sigurðssonar, enduðu í 3. sæti deildarinnar en liðið gerði 1-1 jafntefli við Dinamo Moskva á útivelli. Ragnar lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×