Innlent

Slysið í Kópavogi: Ung kona í æfingaakstri undir stýri

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Barnið var flutt á slysadeild.
Barnið var flutt á slysadeild. Vísir/Vilhelm
Slys sem varð á bílastæði Krónunnar í Kórahverfi þar sem barn festist milli bíls og veggjar er í rannsókn hjá lögreglu. Barnið er níu ára gamalt og var flutt alvarlega slasað á slysadeild þar sem það gekkst undir aðgerð.

Sá sem var undir stýri á bílnum þegar atvikið átti sér stað var í æfingaakstri ásamt leiðbeinanda. Um konu á þrítugsaldri var að ræða en börn hennar voru í bílnum með henni. Þar sem hún lagði í stæði fór eitthvað sem ekki skyldi, bíllinn fór lengra en áætlað var, upp á gangstétt og á vegg. Lögregla vildi ekki segja til um hvort refsing lægi við brotinu en að mögulega hefði verið um gáleysi að ræða. Lögregla vill beina því til fólks að hafa aðgát við akstur.

Slysið varð á áttunda tímanum síðastliðið föstudagskvöld. Barninu var samkvæmt síðustu upplýsingum fréttastofu haldið sofandi í öndunarvél en ekki hefur náðst í vakthafandi lækni í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×