Ísland talið til umsóknarríkja í nýrri skýrslu ESB Bjarki Ármannsson skrifar 5. maí 2015 22:52 „Ísland er ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,” fullyrðir Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/GVA/Getty Ísland er flokkað með umsóknarríkjum í nýrri skýrslu Evrópusambandsins (ESB) um efnahagsspár fyrir álfuna, sem birt var í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur þó við þau orð sín að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Sem kunnugt er, sendi Gunnar Bragi bréf til ráðherraráðs sambandsins í mars síðastliðnum þar sem óskað var eftir því að Ísland væri ekki lengur talið til umsóknarríkja. Maja Kocijancic, talsmaður stækkunarstjóra ESB, sagði þá að bréfið sem slíkt, sem ekki var borið undir utanríkismálanefnd Alþingis áður en það var sent, væri ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar Íslands.Sjá einnig: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Bréfi Gunnars Braga var svo svarað í síðasta mánuði og þar sagt að ráðherraráðið myndi íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. Við það tilefni var haft eftir Gunnari Braga í tilkynningu að hann gerði ráð fyrir að þetta þýddi að Ísland yrði í kjölfarið tekið af lista umsóknarríkja.„Ísland er ekki lengur umsóknarríki“ Í svari við fyrirspurn fréttastofu varðandi það að Ísland sé flokkað með umsóknarríkjum í nýju skýrslunni segir Gunnar Bragi að skýrslan hafi verið í vinnslu frá því áður en ráðherraráðið svaraði bréfinu fræga. Jafnframt hafi hún verið unnin án aðkomu íslenskra stjórnvalda, ólíkt því sem hafi tíðkast áður. „Ísland er ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,” skrifar Gunnar Bragi. „Umrædd skýrsla hefur verið í vinnslu um nokkurra mánaða skeið, sem sagt áður en kom til ákvörðunar ráðherraráðsins, samkvæmt upplýsingum sendiráðs Íslands í Brussel. Skýrslan var unnin án aðkomu íslenskra stjórnvalda ólíkt áður, á meðan Ísland var umsóknarríki.” Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15 ESB svarar Gunnari Braga: Ráðherraráðið íhugar breytingar á verklagi sínu Gunnar Bragi segist gera ráð fyrir að Ísland verði nú tekið af lista umsóknarríkja. 27. apríl 2015 18:20 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ísland er flokkað með umsóknarríkjum í nýrri skýrslu Evrópusambandsins (ESB) um efnahagsspár fyrir álfuna, sem birt var í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur þó við þau orð sín að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Sem kunnugt er, sendi Gunnar Bragi bréf til ráðherraráðs sambandsins í mars síðastliðnum þar sem óskað var eftir því að Ísland væri ekki lengur talið til umsóknarríkja. Maja Kocijancic, talsmaður stækkunarstjóra ESB, sagði þá að bréfið sem slíkt, sem ekki var borið undir utanríkismálanefnd Alþingis áður en það var sent, væri ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar Íslands.Sjá einnig: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Bréfi Gunnars Braga var svo svarað í síðasta mánuði og þar sagt að ráðherraráðið myndi íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. Við það tilefni var haft eftir Gunnari Braga í tilkynningu að hann gerði ráð fyrir að þetta þýddi að Ísland yrði í kjölfarið tekið af lista umsóknarríkja.„Ísland er ekki lengur umsóknarríki“ Í svari við fyrirspurn fréttastofu varðandi það að Ísland sé flokkað með umsóknarríkjum í nýju skýrslunni segir Gunnar Bragi að skýrslan hafi verið í vinnslu frá því áður en ráðherraráðið svaraði bréfinu fræga. Jafnframt hafi hún verið unnin án aðkomu íslenskra stjórnvalda, ólíkt því sem hafi tíðkast áður. „Ísland er ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,” skrifar Gunnar Bragi. „Umrædd skýrsla hefur verið í vinnslu um nokkurra mánaða skeið, sem sagt áður en kom til ákvörðunar ráðherraráðsins, samkvæmt upplýsingum sendiráðs Íslands í Brussel. Skýrslan var unnin án aðkomu íslenskra stjórnvalda ólíkt áður, á meðan Ísland var umsóknarríki.”
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15 ESB svarar Gunnari Braga: Ráðherraráðið íhugar breytingar á verklagi sínu Gunnar Bragi segist gera ráð fyrir að Ísland verði nú tekið af lista umsóknarríkja. 27. apríl 2015 18:20 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15
Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46
Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48
Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15
ESB svarar Gunnari Braga: Ráðherraráðið íhugar breytingar á verklagi sínu Gunnar Bragi segist gera ráð fyrir að Ísland verði nú tekið af lista umsóknarríkja. 27. apríl 2015 18:20
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48
Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00