Hallarekstur Dvalarheimilisins Höfða liðlega 545 milljónir Jón Pálmi Pálsson skrifar 25. apríl 2015 12:14 Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 hafa nýverið verið afgreiddir til bæjarstjórnar Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu. Ánægjulegt er að rekstrarniðurstaða samstæðuársreiknings sýnir um 146 m.kr. hagnað af rekstri sem er um 100 m.kr. umfram áætlun. Skuldahlutfall kaupstaðarins er 126 og lækkaði örlítið á milli ára, en skv lögum ber að halda því hlutfalli undir viðmiðinu 150. Það sem vekur hinsvegar athygli lestur ársreikningsins er hinn mikli taprekstur hjá Dvalarheimilinu Höfða á árinu 2014, eða 146,1 m.kr. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að á árinu 2014 og undanfarin ár hefur verið stórfelldur hallarekstur á heimilinu og það sem meira er að einnig er reiknað með stórfelldum hallarekstri á árinu 2015 (sjá töflu). (Fjárh í þús kr.)20152014201320122011Samtals Áætlun Tap skv ársreikningi/áætlun85.477146.108125.31997.15591.356545.415Uppreiknað tap mv. vísitölu85.477147.947129.479104.271103.135570.309 Samkvæmt ofangreindri töflu stefnir í að taprekstur dvalarheimilisins verði liðlega 545 milljónir ef áætlaður halli ársins 2015 er tekinn með í reikninginn, og ef þessar tölur eru framreiknaðar með meðalvísitölu hvers rekstrarárs fyrir sig fram til ársins í ár er hallinn orðinn 570 milljónir. Skuldir Höfða umfram eignir voru um síðustu áramót 522 milljónir króna. Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar sem nemur 9/10 hluta og Hvalfjarðarsveitar sem nemur 1/10 hluta, hefur í mörg ár verið myndarlega rekið og íbúar þess hlotið frábæra þjónustu og svo viljum við að sjálfsögðu að verði áfram. En er það verjandi að skattfé borgarana sé varið til að reka þessa stofnun með gríðarlegum hallarekstri ár eftir ár? og það án þess að sjáanlegt sé hjá sveitarstjórnum að gripið sé til ráðstafana til að minnka þennan halla? Ekki geta sveitarfélögin nýtt þá fjármuni sem í hallareksturinn fer á hverjum tíma til að efla annað starf í sveitarfélögunum, t.d. skóla- og íþróttastarf, viðhald mannvirkja eða opinna svæða, framkvæmdir nú eða bara hreinlega að greiða niður skuldir. Í nokkuð langan tíma hefur legið fyrir að sveitarfélögin telja að daggjöldin sem ríkið greiðir með hverjum vistmanni dvalar- og hjúkrunarheimila nægi ekki fyrir útgjöldum. Það er vissulega rétt, en ekki virðist ríkið flýta sér að hækka eða leiðrétta greiðslurnar til dvalarheimilanna og á meðan ekki fæst leiðrétting þar á hleðst upp taprekstur eins og að framan greinir, og alls óvíst að nokkuð fáist endurgreitt frá ríkinu né hversu mikið. Skylda bæjarfulltrúa er engu að síður að gera sitt til að reksturinn verði hagkvæmari og ná þeirri hagræðingu sem hægt er með það að megin markmiði að þjónustan verði sem hagkvæmust og að þjónustan við heimilismenn á hverjum tíma sé eins góð og framast er unnt fyrir þá fjármundi sem til skiptana er á hverjum tíma, enda reksturinn alfarið á ábyrgð Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Ég tel rétt og skylt að benda sveitarstjórnunum á nokkra hagræðingarmöguleika í rekstrinum, sem án efa í mínum huga eru til sparnaðar og það án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem rekin er á Dvalarheimilinu Höfða eða hjá Akraneskaupstað:Bókhald og fjárreiður sameinaðar skrifstofuhaldi Akraneskaupstaðar.Umsýsla fasteigna og viðhald verði falið starfsmönnum skipulags- og umhverissviðs Akraneskaupstaðar sem annast og rekur aðrar eignir kaupstaðarins.Yfirstjórn heimilisins felld undir stjórn velferðar- og mannréttindarsviðs Akraneskaupstaðar.Sameina undir einum hatti rekstur eldhúss Höfða og Akraneskaupstaðar, en Akranesskaupstaður rekur í dag 4 eldhús í leikskólum og 2 í grunnskólum bæjarins. Akranesi 22. apríl 2014. Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 hafa nýverið verið afgreiddir til bæjarstjórnar Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu. Ánægjulegt er að rekstrarniðurstaða samstæðuársreiknings sýnir um 146 m.kr. hagnað af rekstri sem er um 100 m.kr. umfram áætlun. Skuldahlutfall kaupstaðarins er 126 og lækkaði örlítið á milli ára, en skv lögum ber að halda því hlutfalli undir viðmiðinu 150. Það sem vekur hinsvegar athygli lestur ársreikningsins er hinn mikli taprekstur hjá Dvalarheimilinu Höfða á árinu 2014, eða 146,1 m.kr. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að á árinu 2014 og undanfarin ár hefur verið stórfelldur hallarekstur á heimilinu og það sem meira er að einnig er reiknað með stórfelldum hallarekstri á árinu 2015 (sjá töflu). (Fjárh í þús kr.)20152014201320122011Samtals Áætlun Tap skv ársreikningi/áætlun85.477146.108125.31997.15591.356545.415Uppreiknað tap mv. vísitölu85.477147.947129.479104.271103.135570.309 Samkvæmt ofangreindri töflu stefnir í að taprekstur dvalarheimilisins verði liðlega 545 milljónir ef áætlaður halli ársins 2015 er tekinn með í reikninginn, og ef þessar tölur eru framreiknaðar með meðalvísitölu hvers rekstrarárs fyrir sig fram til ársins í ár er hallinn orðinn 570 milljónir. Skuldir Höfða umfram eignir voru um síðustu áramót 522 milljónir króna. Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar sem nemur 9/10 hluta og Hvalfjarðarsveitar sem nemur 1/10 hluta, hefur í mörg ár verið myndarlega rekið og íbúar þess hlotið frábæra þjónustu og svo viljum við að sjálfsögðu að verði áfram. En er það verjandi að skattfé borgarana sé varið til að reka þessa stofnun með gríðarlegum hallarekstri ár eftir ár? og það án þess að sjáanlegt sé hjá sveitarstjórnum að gripið sé til ráðstafana til að minnka þennan halla? Ekki geta sveitarfélögin nýtt þá fjármuni sem í hallareksturinn fer á hverjum tíma til að efla annað starf í sveitarfélögunum, t.d. skóla- og íþróttastarf, viðhald mannvirkja eða opinna svæða, framkvæmdir nú eða bara hreinlega að greiða niður skuldir. Í nokkuð langan tíma hefur legið fyrir að sveitarfélögin telja að daggjöldin sem ríkið greiðir með hverjum vistmanni dvalar- og hjúkrunarheimila nægi ekki fyrir útgjöldum. Það er vissulega rétt, en ekki virðist ríkið flýta sér að hækka eða leiðrétta greiðslurnar til dvalarheimilanna og á meðan ekki fæst leiðrétting þar á hleðst upp taprekstur eins og að framan greinir, og alls óvíst að nokkuð fáist endurgreitt frá ríkinu né hversu mikið. Skylda bæjarfulltrúa er engu að síður að gera sitt til að reksturinn verði hagkvæmari og ná þeirri hagræðingu sem hægt er með það að megin markmiði að þjónustan verði sem hagkvæmust og að þjónustan við heimilismenn á hverjum tíma sé eins góð og framast er unnt fyrir þá fjármundi sem til skiptana er á hverjum tíma, enda reksturinn alfarið á ábyrgð Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Ég tel rétt og skylt að benda sveitarstjórnunum á nokkra hagræðingarmöguleika í rekstrinum, sem án efa í mínum huga eru til sparnaðar og það án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem rekin er á Dvalarheimilinu Höfða eða hjá Akraneskaupstað:Bókhald og fjárreiður sameinaðar skrifstofuhaldi Akraneskaupstaðar.Umsýsla fasteigna og viðhald verði falið starfsmönnum skipulags- og umhverissviðs Akraneskaupstaðar sem annast og rekur aðrar eignir kaupstaðarins.Yfirstjórn heimilisins felld undir stjórn velferðar- og mannréttindarsviðs Akraneskaupstaðar.Sameina undir einum hatti rekstur eldhúss Höfða og Akraneskaupstaðar, en Akranesskaupstaður rekur í dag 4 eldhús í leikskólum og 2 í grunnskólum bæjarins. Akranesi 22. apríl 2014. Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar