Hallarekstur Dvalarheimilisins Höfða liðlega 545 milljónir Jón Pálmi Pálsson skrifar 25. apríl 2015 12:14 Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 hafa nýverið verið afgreiddir til bæjarstjórnar Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu. Ánægjulegt er að rekstrarniðurstaða samstæðuársreiknings sýnir um 146 m.kr. hagnað af rekstri sem er um 100 m.kr. umfram áætlun. Skuldahlutfall kaupstaðarins er 126 og lækkaði örlítið á milli ára, en skv lögum ber að halda því hlutfalli undir viðmiðinu 150. Það sem vekur hinsvegar athygli lestur ársreikningsins er hinn mikli taprekstur hjá Dvalarheimilinu Höfða á árinu 2014, eða 146,1 m.kr. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að á árinu 2014 og undanfarin ár hefur verið stórfelldur hallarekstur á heimilinu og það sem meira er að einnig er reiknað með stórfelldum hallarekstri á árinu 2015 (sjá töflu). (Fjárh í þús kr.)20152014201320122011Samtals Áætlun Tap skv ársreikningi/áætlun85.477146.108125.31997.15591.356545.415Uppreiknað tap mv. vísitölu85.477147.947129.479104.271103.135570.309 Samkvæmt ofangreindri töflu stefnir í að taprekstur dvalarheimilisins verði liðlega 545 milljónir ef áætlaður halli ársins 2015 er tekinn með í reikninginn, og ef þessar tölur eru framreiknaðar með meðalvísitölu hvers rekstrarárs fyrir sig fram til ársins í ár er hallinn orðinn 570 milljónir. Skuldir Höfða umfram eignir voru um síðustu áramót 522 milljónir króna. Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar sem nemur 9/10 hluta og Hvalfjarðarsveitar sem nemur 1/10 hluta, hefur í mörg ár verið myndarlega rekið og íbúar þess hlotið frábæra þjónustu og svo viljum við að sjálfsögðu að verði áfram. En er það verjandi að skattfé borgarana sé varið til að reka þessa stofnun með gríðarlegum hallarekstri ár eftir ár? og það án þess að sjáanlegt sé hjá sveitarstjórnum að gripið sé til ráðstafana til að minnka þennan halla? Ekki geta sveitarfélögin nýtt þá fjármuni sem í hallareksturinn fer á hverjum tíma til að efla annað starf í sveitarfélögunum, t.d. skóla- og íþróttastarf, viðhald mannvirkja eða opinna svæða, framkvæmdir nú eða bara hreinlega að greiða niður skuldir. Í nokkuð langan tíma hefur legið fyrir að sveitarfélögin telja að daggjöldin sem ríkið greiðir með hverjum vistmanni dvalar- og hjúkrunarheimila nægi ekki fyrir útgjöldum. Það er vissulega rétt, en ekki virðist ríkið flýta sér að hækka eða leiðrétta greiðslurnar til dvalarheimilanna og á meðan ekki fæst leiðrétting þar á hleðst upp taprekstur eins og að framan greinir, og alls óvíst að nokkuð fáist endurgreitt frá ríkinu né hversu mikið. Skylda bæjarfulltrúa er engu að síður að gera sitt til að reksturinn verði hagkvæmari og ná þeirri hagræðingu sem hægt er með það að megin markmiði að þjónustan verði sem hagkvæmust og að þjónustan við heimilismenn á hverjum tíma sé eins góð og framast er unnt fyrir þá fjármundi sem til skiptana er á hverjum tíma, enda reksturinn alfarið á ábyrgð Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Ég tel rétt og skylt að benda sveitarstjórnunum á nokkra hagræðingarmöguleika í rekstrinum, sem án efa í mínum huga eru til sparnaðar og það án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem rekin er á Dvalarheimilinu Höfða eða hjá Akraneskaupstað:Bókhald og fjárreiður sameinaðar skrifstofuhaldi Akraneskaupstaðar.Umsýsla fasteigna og viðhald verði falið starfsmönnum skipulags- og umhverissviðs Akraneskaupstaðar sem annast og rekur aðrar eignir kaupstaðarins.Yfirstjórn heimilisins felld undir stjórn velferðar- og mannréttindarsviðs Akraneskaupstaðar.Sameina undir einum hatti rekstur eldhúss Höfða og Akraneskaupstaðar, en Akranesskaupstaður rekur í dag 4 eldhús í leikskólum og 2 í grunnskólum bæjarins. Akranesi 22. apríl 2014. Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 hafa nýverið verið afgreiddir til bæjarstjórnar Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu. Ánægjulegt er að rekstrarniðurstaða samstæðuársreiknings sýnir um 146 m.kr. hagnað af rekstri sem er um 100 m.kr. umfram áætlun. Skuldahlutfall kaupstaðarins er 126 og lækkaði örlítið á milli ára, en skv lögum ber að halda því hlutfalli undir viðmiðinu 150. Það sem vekur hinsvegar athygli lestur ársreikningsins er hinn mikli taprekstur hjá Dvalarheimilinu Höfða á árinu 2014, eða 146,1 m.kr. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að á árinu 2014 og undanfarin ár hefur verið stórfelldur hallarekstur á heimilinu og það sem meira er að einnig er reiknað með stórfelldum hallarekstri á árinu 2015 (sjá töflu). (Fjárh í þús kr.)20152014201320122011Samtals Áætlun Tap skv ársreikningi/áætlun85.477146.108125.31997.15591.356545.415Uppreiknað tap mv. vísitölu85.477147.947129.479104.271103.135570.309 Samkvæmt ofangreindri töflu stefnir í að taprekstur dvalarheimilisins verði liðlega 545 milljónir ef áætlaður halli ársins 2015 er tekinn með í reikninginn, og ef þessar tölur eru framreiknaðar með meðalvísitölu hvers rekstrarárs fyrir sig fram til ársins í ár er hallinn orðinn 570 milljónir. Skuldir Höfða umfram eignir voru um síðustu áramót 522 milljónir króna. Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar sem nemur 9/10 hluta og Hvalfjarðarsveitar sem nemur 1/10 hluta, hefur í mörg ár verið myndarlega rekið og íbúar þess hlotið frábæra þjónustu og svo viljum við að sjálfsögðu að verði áfram. En er það verjandi að skattfé borgarana sé varið til að reka þessa stofnun með gríðarlegum hallarekstri ár eftir ár? og það án þess að sjáanlegt sé hjá sveitarstjórnum að gripið sé til ráðstafana til að minnka þennan halla? Ekki geta sveitarfélögin nýtt þá fjármuni sem í hallareksturinn fer á hverjum tíma til að efla annað starf í sveitarfélögunum, t.d. skóla- og íþróttastarf, viðhald mannvirkja eða opinna svæða, framkvæmdir nú eða bara hreinlega að greiða niður skuldir. Í nokkuð langan tíma hefur legið fyrir að sveitarfélögin telja að daggjöldin sem ríkið greiðir með hverjum vistmanni dvalar- og hjúkrunarheimila nægi ekki fyrir útgjöldum. Það er vissulega rétt, en ekki virðist ríkið flýta sér að hækka eða leiðrétta greiðslurnar til dvalarheimilanna og á meðan ekki fæst leiðrétting þar á hleðst upp taprekstur eins og að framan greinir, og alls óvíst að nokkuð fáist endurgreitt frá ríkinu né hversu mikið. Skylda bæjarfulltrúa er engu að síður að gera sitt til að reksturinn verði hagkvæmari og ná þeirri hagræðingu sem hægt er með það að megin markmiði að þjónustan verði sem hagkvæmust og að þjónustan við heimilismenn á hverjum tíma sé eins góð og framast er unnt fyrir þá fjármundi sem til skiptana er á hverjum tíma, enda reksturinn alfarið á ábyrgð Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Ég tel rétt og skylt að benda sveitarstjórnunum á nokkra hagræðingarmöguleika í rekstrinum, sem án efa í mínum huga eru til sparnaðar og það án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem rekin er á Dvalarheimilinu Höfða eða hjá Akraneskaupstað:Bókhald og fjárreiður sameinaðar skrifstofuhaldi Akraneskaupstaðar.Umsýsla fasteigna og viðhald verði falið starfsmönnum skipulags- og umhverissviðs Akraneskaupstaðar sem annast og rekur aðrar eignir kaupstaðarins.Yfirstjórn heimilisins felld undir stjórn velferðar- og mannréttindarsviðs Akraneskaupstaðar.Sameina undir einum hatti rekstur eldhúss Höfða og Akraneskaupstaðar, en Akranesskaupstaður rekur í dag 4 eldhús í leikskólum og 2 í grunnskólum bæjarins. Akranesi 22. apríl 2014. Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar