Innlent

Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Háskóla Íslands í dag.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Háskóla Íslands í dag. Vísir/Pjetur
Kappræður fóru fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin.

Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson eru sem kunnugt er í framboði ásamt Einari Steingrímssyni. Sá síðastnefndi átti reyndar ekki heimangengt á kappræðurnar sökum þess að hann er búsettur í Skotlandi. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og vinkona Einars, hljóp í skarðið fyrir Einar og flutti ræðu hans.

Frambjóðendurnir auk fundarstjóra.Vísir/Pjetur
Greinilegt er að Einar var ekki sáttur við að eiga þess ekki kost að taka þátt í kappræðunum og skaut skotum á Stúdentaráð.

„Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda,“ kom fram í ræðu Steinunnar Ólínu fyrir hönd Einars í dag.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna rektorskjörs stendur nú sem hæst en hún fer fram á upplýsingaskrifstofu í anddyri Aðalbyggingar og stendur fram á föstudag. Almenn atkvæðagreiðsla í HÍ fer svo fram þann 13. apríl.

Frá Háskólatorgi í dag.Vísir/Pjetur
Gestir fylgdust með frambjóðendunum.Vísir/Pjetur

Tengdar fréttir

Kosið um nýjan rektor 13. apríl

Mánudaginn 13. apríl 2015 fer fram kjör rektors Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1. júlí 2015 til 30. júní 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×