Zappa og Jón Atli Sverrir Tynes og skrifa 18. apríl 2015 09:30 Það fer ekki framhjá mörgum að um þessar mundir fer fram rektorskjör við Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson gefur kost á sér í embættið og er það mikið gleðiefni fyrir alla þá sem vilja velferð Háskólans sem mesta. Ég hef ekki skrifað marga pistla í íslenska fjölmiðla en hef þó skrifað nokkra um meistara Frank Zappa sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég fyrst heyrði í meistaranum sem táningur árið 1974. Nú kann einhver að spyrja sig hvað eiga þessir tveir menn sameiginlegt? Jú, svarið er augljóst, þeir eru báðir meistarar og hafa spjallað saman. Við Jón Atli kynntumst í verkfræðinámi við Háskóla Íslands haustið 1980. Okkur varð strax vel til vina og var það tónlistaráhuginn sem við áttum helst sameiginlegan því hann var ákafur nemandi en ég ekki. Það fór því svo að ég ákvað að bíða eftir internetinu til að klára mitt nám en Jón Atli kláraði að sjálfsögðu sitt verkfræðinám með sæmd og fór síðan utan til doktorsnáms. Ég beið í 20 ár eftir góðu interneti og kláraði ekki mitt nám fyrr en árið 2007. Ég var staddur í New York þegar Moon Unit Zappa tilkynnti að faðir sinn hefði greinst með krabbamein og kæmi ekki á Zappa´s Universe tónleikana sem fóru fram næstu þrjá daga. Meistari Zappa var þó ekki hættur að sinna sínu starfi og vann allt árið 1992 við að undirbúa síðasta meistaraverk sitt The Yellow Shark.Viðtal við Zappa þrátt fyrir veikindi hans Leiðir okkar Jóns Atla lágu aftur saman þegar hann í félagi við Kolbein Árnason gerðu fimm þátta seríu á RÚV um Frank Zappa vorið 1992. Í þessum þáttum var flutt viðtal við Zappa og það var það fyrsta viðtal sem hann veitti frá því að hann greindist með krabbamein. Sú staðreynd að fá viðtal við Zappa á því tímabili sem hann veitti engin viðtöl sýndu mér enn einu sinni að Jón Atli framkvæmir þá hluti sem hann ætlar sér og nær árangri.Vinnusemi Jóns Atla Enn aftur að háskólaárunum. Um morguninn þann 9. desember 1980 bárust okkur þau sorgartíðindi að John Lennon hefði látist kvöldið áður fyrir utan heimili sitt í New York. Við félagarnir vorum staddir í Tjarnarbíó sem þá var notað til kennslu í Háskólanum og átti tími í stærðfræðigreiningu að hefjast skömmu eftir að við heyrðum þessi sorgartíðindi. Ólíkt Jóni Atla þá hafði ég engan sérstakan áhuga á því fagi en hvorugur okkar gat farið inn með einbeittan huga við námið og fórum við því á kaffihús og ræddum um þennan sorglega atburð. Sjálfur hafði ég oft “skrópað í tíma” en þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég veit til að Jón Atli sinnti ekki sinni vinnu sem skyldi en eins og allir vita þá er nám vinna. Ég er þess fullviss að enginn atburður á eftir að koma upp sem fær Jón Atla til þess að sleppa einni vinnustund í framtíðinni, nema þá helst þegar Bob Dylan verður skotinn. Við skulum vona að það komi ekki til þess. Ég styð Jón Atla Benediktsson heilshugar og er sannfærður um að hann á eftir að halda áfram því mikilvæga starfi að efla stöðu Háskóla Íslands innanlands sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43 „Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11 Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá mörgum að um þessar mundir fer fram rektorskjör við Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson gefur kost á sér í embættið og er það mikið gleðiefni fyrir alla þá sem vilja velferð Háskólans sem mesta. Ég hef ekki skrifað marga pistla í íslenska fjölmiðla en hef þó skrifað nokkra um meistara Frank Zappa sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég fyrst heyrði í meistaranum sem táningur árið 1974. Nú kann einhver að spyrja sig hvað eiga þessir tveir menn sameiginlegt? Jú, svarið er augljóst, þeir eru báðir meistarar og hafa spjallað saman. Við Jón Atli kynntumst í verkfræðinámi við Háskóla Íslands haustið 1980. Okkur varð strax vel til vina og var það tónlistaráhuginn sem við áttum helst sameiginlegan því hann var ákafur nemandi en ég ekki. Það fór því svo að ég ákvað að bíða eftir internetinu til að klára mitt nám en Jón Atli kláraði að sjálfsögðu sitt verkfræðinám með sæmd og fór síðan utan til doktorsnáms. Ég beið í 20 ár eftir góðu interneti og kláraði ekki mitt nám fyrr en árið 2007. Ég var staddur í New York þegar Moon Unit Zappa tilkynnti að faðir sinn hefði greinst með krabbamein og kæmi ekki á Zappa´s Universe tónleikana sem fóru fram næstu þrjá daga. Meistari Zappa var þó ekki hættur að sinna sínu starfi og vann allt árið 1992 við að undirbúa síðasta meistaraverk sitt The Yellow Shark.Viðtal við Zappa þrátt fyrir veikindi hans Leiðir okkar Jóns Atla lágu aftur saman þegar hann í félagi við Kolbein Árnason gerðu fimm þátta seríu á RÚV um Frank Zappa vorið 1992. Í þessum þáttum var flutt viðtal við Zappa og það var það fyrsta viðtal sem hann veitti frá því að hann greindist með krabbamein. Sú staðreynd að fá viðtal við Zappa á því tímabili sem hann veitti engin viðtöl sýndu mér enn einu sinni að Jón Atli framkvæmir þá hluti sem hann ætlar sér og nær árangri.Vinnusemi Jóns Atla Enn aftur að háskólaárunum. Um morguninn þann 9. desember 1980 bárust okkur þau sorgartíðindi að John Lennon hefði látist kvöldið áður fyrir utan heimili sitt í New York. Við félagarnir vorum staddir í Tjarnarbíó sem þá var notað til kennslu í Háskólanum og átti tími í stærðfræðigreiningu að hefjast skömmu eftir að við heyrðum þessi sorgartíðindi. Ólíkt Jóni Atla þá hafði ég engan sérstakan áhuga á því fagi en hvorugur okkar gat farið inn með einbeittan huga við námið og fórum við því á kaffihús og ræddum um þennan sorglega atburð. Sjálfur hafði ég oft “skrópað í tíma” en þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég veit til að Jón Atli sinnti ekki sinni vinnu sem skyldi en eins og allir vita þá er nám vinna. Ég er þess fullviss að enginn atburður á eftir að koma upp sem fær Jón Atla til þess að sleppa einni vinnustund í framtíðinni, nema þá helst þegar Bob Dylan verður skotinn. Við skulum vona að það komi ekki til þess. Ég styð Jón Atla Benediktsson heilshugar og er sannfærður um að hann á eftir að halda áfram því mikilvæga starfi að efla stöðu Háskóla Íslands innanlands sem utan.
Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43
„Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11
Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun