Zappa og Jón Atli Sverrir Tynes og skrifa 18. apríl 2015 09:30 Það fer ekki framhjá mörgum að um þessar mundir fer fram rektorskjör við Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson gefur kost á sér í embættið og er það mikið gleðiefni fyrir alla þá sem vilja velferð Háskólans sem mesta. Ég hef ekki skrifað marga pistla í íslenska fjölmiðla en hef þó skrifað nokkra um meistara Frank Zappa sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég fyrst heyrði í meistaranum sem táningur árið 1974. Nú kann einhver að spyrja sig hvað eiga þessir tveir menn sameiginlegt? Jú, svarið er augljóst, þeir eru báðir meistarar og hafa spjallað saman. Við Jón Atli kynntumst í verkfræðinámi við Háskóla Íslands haustið 1980. Okkur varð strax vel til vina og var það tónlistaráhuginn sem við áttum helst sameiginlegan því hann var ákafur nemandi en ég ekki. Það fór því svo að ég ákvað að bíða eftir internetinu til að klára mitt nám en Jón Atli kláraði að sjálfsögðu sitt verkfræðinám með sæmd og fór síðan utan til doktorsnáms. Ég beið í 20 ár eftir góðu interneti og kláraði ekki mitt nám fyrr en árið 2007. Ég var staddur í New York þegar Moon Unit Zappa tilkynnti að faðir sinn hefði greinst með krabbamein og kæmi ekki á Zappa´s Universe tónleikana sem fóru fram næstu þrjá daga. Meistari Zappa var þó ekki hættur að sinna sínu starfi og vann allt árið 1992 við að undirbúa síðasta meistaraverk sitt The Yellow Shark.Viðtal við Zappa þrátt fyrir veikindi hans Leiðir okkar Jóns Atla lágu aftur saman þegar hann í félagi við Kolbein Árnason gerðu fimm þátta seríu á RÚV um Frank Zappa vorið 1992. Í þessum þáttum var flutt viðtal við Zappa og það var það fyrsta viðtal sem hann veitti frá því að hann greindist með krabbamein. Sú staðreynd að fá viðtal við Zappa á því tímabili sem hann veitti engin viðtöl sýndu mér enn einu sinni að Jón Atli framkvæmir þá hluti sem hann ætlar sér og nær árangri.Vinnusemi Jóns Atla Enn aftur að háskólaárunum. Um morguninn þann 9. desember 1980 bárust okkur þau sorgartíðindi að John Lennon hefði látist kvöldið áður fyrir utan heimili sitt í New York. Við félagarnir vorum staddir í Tjarnarbíó sem þá var notað til kennslu í Háskólanum og átti tími í stærðfræðigreiningu að hefjast skömmu eftir að við heyrðum þessi sorgartíðindi. Ólíkt Jóni Atla þá hafði ég engan sérstakan áhuga á því fagi en hvorugur okkar gat farið inn með einbeittan huga við námið og fórum við því á kaffihús og ræddum um þennan sorglega atburð. Sjálfur hafði ég oft “skrópað í tíma” en þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég veit til að Jón Atli sinnti ekki sinni vinnu sem skyldi en eins og allir vita þá er nám vinna. Ég er þess fullviss að enginn atburður á eftir að koma upp sem fær Jón Atla til þess að sleppa einni vinnustund í framtíðinni, nema þá helst þegar Bob Dylan verður skotinn. Við skulum vona að það komi ekki til þess. Ég styð Jón Atla Benediktsson heilshugar og er sannfærður um að hann á eftir að halda áfram því mikilvæga starfi að efla stöðu Háskóla Íslands innanlands sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43 „Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11 Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá mörgum að um þessar mundir fer fram rektorskjör við Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson gefur kost á sér í embættið og er það mikið gleðiefni fyrir alla þá sem vilja velferð Háskólans sem mesta. Ég hef ekki skrifað marga pistla í íslenska fjölmiðla en hef þó skrifað nokkra um meistara Frank Zappa sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég fyrst heyrði í meistaranum sem táningur árið 1974. Nú kann einhver að spyrja sig hvað eiga þessir tveir menn sameiginlegt? Jú, svarið er augljóst, þeir eru báðir meistarar og hafa spjallað saman. Við Jón Atli kynntumst í verkfræðinámi við Háskóla Íslands haustið 1980. Okkur varð strax vel til vina og var það tónlistaráhuginn sem við áttum helst sameiginlegan því hann var ákafur nemandi en ég ekki. Það fór því svo að ég ákvað að bíða eftir internetinu til að klára mitt nám en Jón Atli kláraði að sjálfsögðu sitt verkfræðinám með sæmd og fór síðan utan til doktorsnáms. Ég beið í 20 ár eftir góðu interneti og kláraði ekki mitt nám fyrr en árið 2007. Ég var staddur í New York þegar Moon Unit Zappa tilkynnti að faðir sinn hefði greinst með krabbamein og kæmi ekki á Zappa´s Universe tónleikana sem fóru fram næstu þrjá daga. Meistari Zappa var þó ekki hættur að sinna sínu starfi og vann allt árið 1992 við að undirbúa síðasta meistaraverk sitt The Yellow Shark.Viðtal við Zappa þrátt fyrir veikindi hans Leiðir okkar Jóns Atla lágu aftur saman þegar hann í félagi við Kolbein Árnason gerðu fimm þátta seríu á RÚV um Frank Zappa vorið 1992. Í þessum þáttum var flutt viðtal við Zappa og það var það fyrsta viðtal sem hann veitti frá því að hann greindist með krabbamein. Sú staðreynd að fá viðtal við Zappa á því tímabili sem hann veitti engin viðtöl sýndu mér enn einu sinni að Jón Atli framkvæmir þá hluti sem hann ætlar sér og nær árangri.Vinnusemi Jóns Atla Enn aftur að háskólaárunum. Um morguninn þann 9. desember 1980 bárust okkur þau sorgartíðindi að John Lennon hefði látist kvöldið áður fyrir utan heimili sitt í New York. Við félagarnir vorum staddir í Tjarnarbíó sem þá var notað til kennslu í Háskólanum og átti tími í stærðfræðigreiningu að hefjast skömmu eftir að við heyrðum þessi sorgartíðindi. Ólíkt Jóni Atla þá hafði ég engan sérstakan áhuga á því fagi en hvorugur okkar gat farið inn með einbeittan huga við námið og fórum við því á kaffihús og ræddum um þennan sorglega atburð. Sjálfur hafði ég oft “skrópað í tíma” en þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég veit til að Jón Atli sinnti ekki sinni vinnu sem skyldi en eins og allir vita þá er nám vinna. Ég er þess fullviss að enginn atburður á eftir að koma upp sem fær Jón Atla til þess að sleppa einni vinnustund í framtíðinni, nema þá helst þegar Bob Dylan verður skotinn. Við skulum vona að það komi ekki til þess. Ég styð Jón Atla Benediktsson heilshugar og er sannfærður um að hann á eftir að halda áfram því mikilvæga starfi að efla stöðu Háskóla Íslands innanlands sem utan.
Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43
„Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11
Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar