Innlent

Eygló ýtir á eftir starfsfólki fjármálaráðuneytisins með orkustöngum

Birgir Olgeirsson skrifar
Kveðjan sem Eygló sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins ásamt orkustöngunum.
Kveðjan sem Eygló sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins ásamt orkustöngunum. Vísir/GVA/Facebook

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sent starfsfólki fjármálaráðuneytisins kveðju þar sem hún segir starfsfólk velferðarráðuneytisins bíða spennt eftir kostnaðarmati á frumvörpum um uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis og aukins húsnæðisstuðnings fyrir leigjendur.

Eygló birtir mynd af kveðjunni á Facebook en með henni fylgdu orkustangir sem Eygló vonast til að muni hjálpa starfsfólki fjármálaráðuneytisins við að meta áhrifin á ríkissjóðs og þjóðarbúskapinn að hjálpa þeim allra fátækustu að fá öruggt húsaskjól.

Við upphaf kjörtímabilsins hafði Eygló boðað að farið yrði í umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum en þrjú frumvörp þess efnis eru að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi þingi. Þau eru um húsnæðisbætur, húsnæðismál og húsnæðissamvinnufélög.

Eygló hefur lagt ríka áherslu á að þessi mál verði kláruð fyrir þingfrestun í vor en hún hefur sagt að Alþingi verði að starfa eins lengi og þarf til að klára þau og sagði við Fréttablaðið í mars að ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að halda sumarþing sé það vegna þessara mála.

Sjá einnig: Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum

Fréttablaðið sagði frá því sömuleiðis í mars síðastliðnum að nokkuð hefði verið beðið eftir þessum frumvörpum og hefur fyrst og fremst staðið í mönnum hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar.

Ákvað að senda Fjármálaráðuneytinu góða kveðju :)

Posted by Eygló Harðardóttir on Tuesday, April 7, 2015


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.