Enski boltinn

Rémy hetja Chelsea | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eden Hazard fagnar marki sínu.
Eden Hazard fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Chelsea lenti í vandræðum með Hull á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar José Mourinho höfðu þó sigur, 2-3, eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu.

Chelsea byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 2. mínútu kom Eden Hazard toppliðinu yfir með fallegu marki. Sjö mínútum síðar bætti Diego Costa öðru marki við. Hann er því kominn með 19 mörk í deildinni, jafn mörg og Harry Kane hjá Tottenham.

Hull gafst ekki upp og á 26. mínútu minnkaði Ahmed El Mohamady muninn og tveimur mínútum síðar jafnaði Úrúgvæinn Abel Hernández metin eftir ótrúlegan klaufagang hjá Thibaut Courtois, markverði Chelsea.

Staðan var jöfn fram á 77. mínútu þegar Loic Rémy skoraði sigurmark Chelsea, aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Með sigrinum endurheimti Chelsea sex stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City minnkaði það í þrjú stig með sigri á West Brom í gær. Chelsea á þó til góða á City og er í kjörstöðu til að vinna fimmta Englandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Hull 0-1 Chelsea Hull 0-2 Chelsea Mörkin hjá Hull, 2-2 Hull 2-3 Chelsea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×