Enski boltinn

Shearer sammála Moyes: Úrvalsdeildin ekki góð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty
David Moyes, stjóri Real Sociedad og fyrrum stjóri Manchester United, sagði í viðtali um helgina að gæði ensku úrvalsdeildarinnar nú séu verri en hann hafi orðið vitni að í langan tíma.

Ummælin hafa vakið nokkra athygli og voru rædd í aukaþætti Match of the Day á BBC, sem má sjá hér. Fyrrum sóknarmennirnir Alan Shearer og Jason Roberts sátu fyrir svörum en sá fyrrnefndi sagðist vera sammála Moyes.

„Þegar ég skoða stöðu sumra liða og sumra leikmanna finnst mér gæðin ekki mjög mikil. Þau hafa án nokkurs vafa verið betri en nú,“ sagði Shearer en ekkert enskt lið komst í 8-liða úrslit Evrópukeppnanna, hvorki Meistaradeildar Evrópu né Evrópudeildar UEFA.

„Það eru líklega 4-5 bestu leikmenn heims að spila í spænsku úrvalsdeildinni í dag,“ bætti hann við.

Roberts tók undir þetta en bætti þó við að skemmtanagildi ensku deildarinnar væri enn til staðar og hann kysi að horfa á leik í enska boltanum fram yfir annað í hvert einasta skipti.

Shearer sagði að þetta hefði áhrif á enska landsliðið sem væri í vandræðum bæði í vörn og á miðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×