Heimsótti bændur sem rækta kakóbaunir sem notaðar eru í íslensk páskaegg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. mars 2015 14:09 Kristjan Geir heimsótti kakóbaunabændur. „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja," sagði Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus, um menningarsjokkið sem hann fékk á ferðalagi sínu til Fílabeinsstrandarinnar. Krstján sagði frá ferðalaginu, sem hann fór í fyrir um tvemur árum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í Bítinu ræddi Kristján um aðstæður bænda sem rækta kakóbaunir á Fílabeinsströndinni og Gana. Kristján sagði frá því að á Fílabeinsströndinni væru gríðarlegar öfgar og ójöfnuður. Hluta landsins væri stýrt af skæruliðahreyfingum en síðan væru gríðarlega fallegar byggingar inni í borgunum og styttur af frægum fótboltamönnum.Kakóbaunir vaxa á trjám inni í skógum.„Það sem sló mig mest að fólk var bara svo ánægt. Það voru bara allir brosandi. Það var ekkert hungur og fólk hafði það ekkert slæmt." Kristján sagði frá því hvernig kakóbaunir eru verkaðar. Þær vaxa á trjám inni í skógum. Hann sagði að tvisvar á ári væru þær skornar niður með sveðjum og hnífum. Baunirnar eru svo verkaðar inni í skóginum. Baunirnar eru brotnar inni í skóginum og fræ sem eru inn í þeim eru notaðar til kakóframleiðslu. Þau eru þurrkuð inni í skóginum. Byrgjar sækja síðan baunirnar til bændanna þegar þær eru tilbúnar til vinnslu. Þaðan eru þær ristaðar, brenndar og pressaðar. Úr því verður kakómassi sem fluttur er til Íslands.Kakóbaunirnar eru verkaðar inni í skógum.Ferðalag Kristjáns til Fílabeinsstrandarinnar var til þess að kynna sér skilyrði bændanna sem vinna kakóbaunirnar sem notaðar eru í framleiðslu á íslensku súkkulaði. Ferðin var liður í alþjóðlegu verkefni sem Nói Siríus tekur þátt í til þess að bæta skilyrði bænda sem framleiða kakóbaunir, í Gana og á Fílabeinsströndinni. „Við lögðum mikið upp úr því að finna prógram sem við gætum treyst." Á endanum valdi fyrirtækið hið svokallaða Quality Partner Program, eða QPP. Fyrirtækið hefur nú fengið vottun frá QPP. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján í Bítinu. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja," sagði Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus, um menningarsjokkið sem hann fékk á ferðalagi sínu til Fílabeinsstrandarinnar. Krstján sagði frá ferðalaginu, sem hann fór í fyrir um tvemur árum, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í Bítinu ræddi Kristján um aðstæður bænda sem rækta kakóbaunir á Fílabeinsströndinni og Gana. Kristján sagði frá því að á Fílabeinsströndinni væru gríðarlegar öfgar og ójöfnuður. Hluta landsins væri stýrt af skæruliðahreyfingum en síðan væru gríðarlega fallegar byggingar inni í borgunum og styttur af frægum fótboltamönnum.Kakóbaunir vaxa á trjám inni í skógum.„Það sem sló mig mest að fólk var bara svo ánægt. Það voru bara allir brosandi. Það var ekkert hungur og fólk hafði það ekkert slæmt." Kristján sagði frá því hvernig kakóbaunir eru verkaðar. Þær vaxa á trjám inni í skógum. Hann sagði að tvisvar á ári væru þær skornar niður með sveðjum og hnífum. Baunirnar eru svo verkaðar inni í skóginum. Baunirnar eru brotnar inni í skóginum og fræ sem eru inn í þeim eru notaðar til kakóframleiðslu. Þau eru þurrkuð inni í skóginum. Byrgjar sækja síðan baunirnar til bændanna þegar þær eru tilbúnar til vinnslu. Þaðan eru þær ristaðar, brenndar og pressaðar. Úr því verður kakómassi sem fluttur er til Íslands.Kakóbaunirnar eru verkaðar inni í skógum.Ferðalag Kristjáns til Fílabeinsstrandarinnar var til þess að kynna sér skilyrði bændanna sem vinna kakóbaunirnar sem notaðar eru í framleiðslu á íslensku súkkulaði. Ferðin var liður í alþjóðlegu verkefni sem Nói Siríus tekur þátt í til þess að bæta skilyrði bænda sem framleiða kakóbaunir, í Gana og á Fílabeinsströndinni. „Við lögðum mikið upp úr því að finna prógram sem við gætum treyst." Á endanum valdi fyrirtækið hið svokallaða Quality Partner Program, eða QPP. Fyrirtækið hefur nú fengið vottun frá QPP. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján í Bítinu.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira