Enski boltinn

Özil fer ekki í skammarkrókinn fyrir að skella sér út á lífið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mesut Özil sleppur með skrekkinn.
Mesut Özil sleppur með skrekkinn. vísir/getty
Mesut Özil er sagður sleppa að öllum líkindum við skammir hjá Arsenal fyrir að skella sér út á lífið aðeins nokkrum klukkustundum eftir að missa af 2-1 sigurleik liðsins í Newcastle vegna veikinda.

Samkvæmt heimildum Sky Sports í Þýskalandi ætlar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, að ræða við Özil þegar hann snýr aftur úr landsleikjafríi í næstu viku en búist er við honum í byrjunarliðinu gegn Liverpool um aðra helgi.

Arsenal gaf Özil leyfi fyrir að fara til Þýskalands á laugardaginn, sama daga og leikurinn við Newcastle fór fram. Skömmu eftir að Özil var lentur í byrjun skellti hann sér á djammið.

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, vissi ekki af næturstandi Özils fyrr en fimm mínútum fyrir blaðamannafund sem þýska sambandið hélt í dag.

Ekki er búist við að Löw refsi Özil heldur og mun hann að öllum líkindum byrja leik Þýskalands um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×