Enski boltinn

Staða Gylfa myndi breytast með nýjum reglum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór í leik með Swansea.
Gylfi Þór í leik með Swansea. Vísir/Getty
Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, vill þrengja reglur um hvernig uppaldir leikmenn eru skilgreindir í Englandi.

Í dag eru uppaldir leikmenn allir þeir sem gengu til liðs við ensk félag fyrir átján ára afmælið sitt, óháð þjóðerni. Gylfi Þór Sigurðsson er í þeim hópi enda fór hann til Reading aðeins sextán ára gamall.

Dyke vill nú breyta reglunum að til þess að geta talist uppalinn þurfi leikmaður að vera á mála hjá ensku eða velsku félagi fyrir fimmtán ára afmælisdaginn.

Breytingin er gerð með það í huga að auðvelda enskum leikmönnum að fá tækifæri í ensku úrvalsdeildinni en lið í henni þurfa að vera með átta uppalda leikmenn í 25 manna leikmannahópi sínum.

Dyke vill einnig auka fjölda uppaldra leikmanna í liðunum í tólf. Í dag eru 35 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni enskir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×