Ferguson hringdi í forsætisráðherrann til að halda United í bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. mars 2015 12:00 Tímabilið 1999-2000 í enska boltanum tóku ríkjandi Englands, bikar- og Evrópumeistarar Manchester United ekki þátt í ensku bikarkeppninni. Þeir fóru þess í stað til Brasilíu til að keppa í fyrstu útgáfunni af heimsmeistarakeppni félagsliða. Nú er komið í ljós að United vildi ólmt taka þátt í bikarnum líka og reyndi Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins á þeim tíma, að fá hjálp frá forsætisráðherranum þáverandi, Tony Blair. Söguna segir maður að nafni Andy Walsh í nýjasta hefti Red News, tímarits Manchester United, en hann var á þessum tíma áhrifamaður í stuðningsmannafélagi Manchester United og í reglulegum samskiptum við Sir Alex. United vildi taka þátt í bikarnum en stjórnarmenn félagsins voru undir mikilli pressu frá yfirvöldum að fara til Brasilíu. Það var talið hjálpa til við að England fengi að halda HM árið 2006. „United litu út eins og vondu kallarnir í þessu,“ segir Walsh. „Sem stuðningsmenn vildum við auðvitað hafa liðið í bikarnum og eiga möguleika á að verja hann.“Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyAllt varð vitlaust þegar Kate Hoey, þáverandi íþróttamálaráðherra Breta, á að hafa sagt við Martin Edwards, þáverandi stjórnarformann United, á leiknum um góðgerðarskjöldinn: „Mér finnst þið vera að eyðileggja bikarinn.“ Þegar Ferguson heyrði af þessu brjálaðist hann, að sögn Walsh. „Ég talaði við hann í síma og hann sagði: „Nú er nóg komið. Þau eru að reyna að ýta okkur út. Þau mega eiga sig. Við förum til Brasilíu og ekki orð um það meir“.“ „Síðan sagði hann mér að hann reyndi að hringja í Tony Blair og fá hann til að bjarga þessu.“ Því miður fyrir Ferguson og Manchester United var Blair á leið til Júgóslavíu í viðræður við Slobodan Milosevic í von um að binda endi á stríðið í Kósóvó. Allt fór á versta veg fyrir alla því boð Englands um að halda HM gekk ekki upp og United fór snemma heim frá Brasilíu með eitt jafntefli og tap. David Beckham var rekinn út af í jafntefli gegn mexíkóska liðinu Necaxa og Sir Alex var rekinn upp í stúku fyrir að mótmæla dómnum. Manchester United sneri þó heim og vann ensku úrvalsdeildina með 18 stiga mun. Árið 2006, árið sem England ætlaði að halda HM, fannst Slobodan Milosevic látinn í fangaklefa sínum í Hag þar sem hann varði sig fyrir mannréttindadómstólnum gegn ákæru um stríðsglæpi. Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Tímabilið 1999-2000 í enska boltanum tóku ríkjandi Englands, bikar- og Evrópumeistarar Manchester United ekki þátt í ensku bikarkeppninni. Þeir fóru þess í stað til Brasilíu til að keppa í fyrstu útgáfunni af heimsmeistarakeppni félagsliða. Nú er komið í ljós að United vildi ólmt taka þátt í bikarnum líka og reyndi Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins á þeim tíma, að fá hjálp frá forsætisráðherranum þáverandi, Tony Blair. Söguna segir maður að nafni Andy Walsh í nýjasta hefti Red News, tímarits Manchester United, en hann var á þessum tíma áhrifamaður í stuðningsmannafélagi Manchester United og í reglulegum samskiptum við Sir Alex. United vildi taka þátt í bikarnum en stjórnarmenn félagsins voru undir mikilli pressu frá yfirvöldum að fara til Brasilíu. Það var talið hjálpa til við að England fengi að halda HM árið 2006. „United litu út eins og vondu kallarnir í þessu,“ segir Walsh. „Sem stuðningsmenn vildum við auðvitað hafa liðið í bikarnum og eiga möguleika á að verja hann.“Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyAllt varð vitlaust þegar Kate Hoey, þáverandi íþróttamálaráðherra Breta, á að hafa sagt við Martin Edwards, þáverandi stjórnarformann United, á leiknum um góðgerðarskjöldinn: „Mér finnst þið vera að eyðileggja bikarinn.“ Þegar Ferguson heyrði af þessu brjálaðist hann, að sögn Walsh. „Ég talaði við hann í síma og hann sagði: „Nú er nóg komið. Þau eru að reyna að ýta okkur út. Þau mega eiga sig. Við förum til Brasilíu og ekki orð um það meir“.“ „Síðan sagði hann mér að hann reyndi að hringja í Tony Blair og fá hann til að bjarga þessu.“ Því miður fyrir Ferguson og Manchester United var Blair á leið til Júgóslavíu í viðræður við Slobodan Milosevic í von um að binda endi á stríðið í Kósóvó. Allt fór á versta veg fyrir alla því boð Englands um að halda HM gekk ekki upp og United fór snemma heim frá Brasilíu með eitt jafntefli og tap. David Beckham var rekinn út af í jafntefli gegn mexíkóska liðinu Necaxa og Sir Alex var rekinn upp í stúku fyrir að mótmæla dómnum. Manchester United sneri þó heim og vann ensku úrvalsdeildina með 18 stiga mun. Árið 2006, árið sem England ætlaði að halda HM, fannst Slobodan Milosevic látinn í fangaklefa sínum í Hag þar sem hann varði sig fyrir mannréttindadómstólnum gegn ákæru um stríðsglæpi.
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira