Enski boltinn

Sterling spilar líklega ekki á móti Ítalíu

Tómas Þór þórðarson skrifar
vísir/getty
Raheem Sterling, framherji Liverpool, spilar að öllum líkindum ekki vináttulandsleik Englands á móti Ítalíu í næstu viku.

Hann verður mættur til leiks á föstudaginn þegar England mætir Litháen í undankeppni EM 2016 en fær hvíld á móti Ítalíu.

Sterling hefur spilað í gegnum meiðsli á tá undanfarnar vikur, að því fram kemur á vef Sky Sports, og ætlar Hodgson líklega ekki í annað stríð við Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool.

Sterling hefur spilað mikið fyrir Liverpool á tímabilinu, en spili hann á móti Litháen á Wembley á föstudaginn verður það 50. leikur hans í vetur.

Daniel Sturridge og Adam Lallana, liðsfélagar Sterlings hjá Liverpool, eru báðir búnir að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.

„Ég er hræddur um að fleiri heltist úr lestinni. Það eru nokkrir sem ég veit að spila ekki á móti Ítalíu. Þess vegna get ég ekki spilað á jafnsterku liði þar og ég hefði viljað,“ segir Roy Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×