Umdeild gamanmál Auðuns Blöndal og slagsmál nemenda á árshátíð MK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2015 10:09 Fjölmörg nemendafélög halda árshátíðir sínar um þessar mundir. Vísir/Pjetur/Heiða Nemendur og kennarar við Menntaskólann í Kópavogi héldu árshátíð sína með pompi og prakt í íþróttahúsi HK í Digranesi í gærkvöldi. Gestir samkomunnar eru misánægðir með hvernig til tókst en mikil umræða hefur spunnist um uppistand veislustjórans Auðuns Blöndal. Þá þurfti að kalla til lögreglu vegna óláta á dansleik sem fram fór að loknu borðhaldi. Meðal kennara sem mættu á árshátíðina í gær er Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann greindi frá því í gærkvöldi á Facebook að gaman hefði verið að fylgjast með flottum hópi ungs fólks skemmta sér. Hann hefði þó komið leiður heim. Ástæðan var brandaraval veislustjórans, Auðuns Blöndal. „Það voru ekki homma- og typpastærðarbrandararnir einir sem ofbuðu mér. Það var upplegg hans um eigin tillögur að heitum á klámmyndum sem hann sá sjálfan sig og vini sína leika í,“ lýsir Magnús í færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. „Sjálfur ætlaði hann auðvitað að fara fyrir myndinni „Anaconda“. Gillz vini sínum ætlaði hann hins vegar aðalhlutverk í klámmyndinni „Nei, er ekkert svar„. Þetta var brandari fyrir honum. Um nauðgun. Fyrir fullan sal af 16-20 ára nemendum. Þvílíkur dómgreindarskortur,“ segir Magnús og setur spurningamerki við hvort brandarar sem þessir séu við hæfi.Eftir að ég byrjaði að kenna hef ég fengið að taka þátt í árshátíð nemenda minna með því að vera boðið, ásamt öðrum...Posted by Magnús Már Guðmundsson on Thursday, March 26, 2015Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, tekur undir með Magnúsi. „Það er bara hreinlega ógeðfelt hvað þessir kvenfyrirlitningahúmor á greiðan aðgang að framhaldsskólamenningunni. Þessir félagar eru of tíðir gestir á þessum samkomum.“ Í kjölfar borðhaldsins var dansleikur í HK heimilinu. Þar þurfti tvívegis að kalla til lögreglu. Í fyrra skiptið var tilkynnt um rúðubrot og fékk dyravörður glerbrot í andlitið og þurfti að leita sér aðstoðar á slysadeild.Í tilkynningu frá lögreglu segir að vitað sé hver braut rúðuna og verði hann yfirheyrður vegna málsins. Í síðara skiptið sem lögregla mætti á svæðið var það vegna ábendinga dyravarða um að sautján ára piltur hefði stofnað til slagsmála fjórum sinnum þetta kvöld. Var hann handtekinn og svaf af sér í fangageymslum í nótt. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Nemendur og kennarar við Menntaskólann í Kópavogi héldu árshátíð sína með pompi og prakt í íþróttahúsi HK í Digranesi í gærkvöldi. Gestir samkomunnar eru misánægðir með hvernig til tókst en mikil umræða hefur spunnist um uppistand veislustjórans Auðuns Blöndal. Þá þurfti að kalla til lögreglu vegna óláta á dansleik sem fram fór að loknu borðhaldi. Meðal kennara sem mættu á árshátíðina í gær er Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann greindi frá því í gærkvöldi á Facebook að gaman hefði verið að fylgjast með flottum hópi ungs fólks skemmta sér. Hann hefði þó komið leiður heim. Ástæðan var brandaraval veislustjórans, Auðuns Blöndal. „Það voru ekki homma- og typpastærðarbrandararnir einir sem ofbuðu mér. Það var upplegg hans um eigin tillögur að heitum á klámmyndum sem hann sá sjálfan sig og vini sína leika í,“ lýsir Magnús í færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. „Sjálfur ætlaði hann auðvitað að fara fyrir myndinni „Anaconda“. Gillz vini sínum ætlaði hann hins vegar aðalhlutverk í klámmyndinni „Nei, er ekkert svar„. Þetta var brandari fyrir honum. Um nauðgun. Fyrir fullan sal af 16-20 ára nemendum. Þvílíkur dómgreindarskortur,“ segir Magnús og setur spurningamerki við hvort brandarar sem þessir séu við hæfi.Eftir að ég byrjaði að kenna hef ég fengið að taka þátt í árshátíð nemenda minna með því að vera boðið, ásamt öðrum...Posted by Magnús Már Guðmundsson on Thursday, March 26, 2015Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, tekur undir með Magnúsi. „Það er bara hreinlega ógeðfelt hvað þessir kvenfyrirlitningahúmor á greiðan aðgang að framhaldsskólamenningunni. Þessir félagar eru of tíðir gestir á þessum samkomum.“ Í kjölfar borðhaldsins var dansleikur í HK heimilinu. Þar þurfti tvívegis að kalla til lögreglu. Í fyrra skiptið var tilkynnt um rúðubrot og fékk dyravörður glerbrot í andlitið og þurfti að leita sér aðstoðar á slysadeild.Í tilkynningu frá lögreglu segir að vitað sé hver braut rúðuna og verði hann yfirheyrður vegna málsins. Í síðara skiptið sem lögregla mætti á svæðið var það vegna ábendinga dyravarða um að sautján ára piltur hefði stofnað til slagsmála fjórum sinnum þetta kvöld. Var hann handtekinn og svaf af sér í fangageymslum í nótt.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira