Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra hefur ákveðið að aflétta lokunum í Jökulsárgljúfrum, norðan þjóðvegar 1.
Er þetta gert í ljósi þess að eldgosinu í Holuhrauni er lokið og dregið hefur úr jarðhræringum í Bárðarbungu.
Almannavarnir hvetja þó fólk til að fara um með gát og dvelja ekki lengi niðri í gljúfrunum sjálfum. Þá er brýnt fyrir fólki að vera í fjarskiptasambandi.
Áfram er í gildi lokun í kringum Holuhraun og verður ákvörðun um framhaldið tekið í byrjun næstu viku.
Lokunum við Dettifoss aflétt

Tengdar fréttir

„Bárðarbunga er mamman og börnin eru byrjuð að leika sér“
Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings, um eldgosið í Holuhrauni í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag.

Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár
Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu

Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“
"Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember.

Goslok ekki endilega góðar fréttir
Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á

Eldgosinu í Holuhrauni er lokið
Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið.