Reynslunni ríkari eftir sigur og tvö töp Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. mars 2015 19:30 Bjarki Ómarsson sigraði í gær. Mjölnir Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst. MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst.
MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15
Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30