Ræða Patriciu Arquette: Streep og Lopez fögnuðu gríðarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 11:09 Jennifer Lopez, Patricia Arquette og Meryl Streep. Vísir/AFP Leikkonan Patricia Arquette notaði tækifærið í ræðu sinni á Óskarshátíðinni í gær og kallaði eftir að launamunur kynjanna yrði leiðréttur. Arquette, sem hlaut verðlaun í flokknum besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni Boyhood, hóf ræðu sína á hefðbundnum nótum þar sem hún þakkaði vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Það sem eftir var af ræðunni fjallaði um kjör kvenna samanborið við karla. Í kvikmyndinni Boyhood, sem tekin var upp á tólf ára tímabili, er Arquette í hlutverki móður hins tólf ára gamla Mason og fylgst með móðurhlutverkinu frá því drengurinn er sjö ára þar til hann heldur í háskóla. Margt gengur á í lífi fjölskyldunnar þar sem Arquette, einstæð tveggja barna móðir, tekst á við mörg vandamál. „Allar konur sem fætt hafa barn, allir skattgreiðendur og borgarar þessa lands. Við höfum barist fyrir jöfnum réttindum annarra. Nú er kominn tíminn til að stíga skrefið til launajafnréttis fyrir fullt og allt. Jafnrétti fyrir hverja einustu konu í Bandaríkjunum.“ Ræðan hefur hlotið mikið lof og stóðu leikkonurnar Meryl Streep og Jennifer Lopez meðal annars upp og fögnuðu orðum Arquette gríðarlega.Í frétt Guardian segir að launamál kynjanna hafi mikið verið í umræðunni í Hollywood síðustu mánuði líkt og annars staðar í Bandaríkjunum. Í skjölum Sony sem lekið var á netið á síðasta ári kom sá launamunur sem viðgengst berlega í ljós. Þannig kom í ljós að við gerð myndarinnar American Hustle fengu karlkyns leikarar myndarinnar níu prósent af hagnaði myndarinnar, en þær Amy Adams og Jennifer Lawrence sjö prósent, þrátt fyrir að Lawrence hafði þá nýverið unnið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Silver Lining Playbook. Arquette sagði það óafsakanlegt með öllu að Hollywood-stjörnur væru á ferð og flugi um heiminn þar sem þær töluðu fyrir jafnrétti þegar konur, samkynhneigðir og þeldökkir þyrftu á sama tíma að berjast fyrir jafnrétti heima fyrir. Sagði hún nauðsynlegt að ráðast í stjórnarskrárbreytingar þannig að breyting yrði á. just this for the rest of my life #PatriciaArquette pic.twitter.com/t2D765Km8i— Julie Murphy (@andimJULIE) February 23, 2015 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Leikkonan Patricia Arquette notaði tækifærið í ræðu sinni á Óskarshátíðinni í gær og kallaði eftir að launamunur kynjanna yrði leiðréttur. Arquette, sem hlaut verðlaun í flokknum besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni Boyhood, hóf ræðu sína á hefðbundnum nótum þar sem hún þakkaði vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Það sem eftir var af ræðunni fjallaði um kjör kvenna samanborið við karla. Í kvikmyndinni Boyhood, sem tekin var upp á tólf ára tímabili, er Arquette í hlutverki móður hins tólf ára gamla Mason og fylgst með móðurhlutverkinu frá því drengurinn er sjö ára þar til hann heldur í háskóla. Margt gengur á í lífi fjölskyldunnar þar sem Arquette, einstæð tveggja barna móðir, tekst á við mörg vandamál. „Allar konur sem fætt hafa barn, allir skattgreiðendur og borgarar þessa lands. Við höfum barist fyrir jöfnum réttindum annarra. Nú er kominn tíminn til að stíga skrefið til launajafnréttis fyrir fullt og allt. Jafnrétti fyrir hverja einustu konu í Bandaríkjunum.“ Ræðan hefur hlotið mikið lof og stóðu leikkonurnar Meryl Streep og Jennifer Lopez meðal annars upp og fögnuðu orðum Arquette gríðarlega.Í frétt Guardian segir að launamál kynjanna hafi mikið verið í umræðunni í Hollywood síðustu mánuði líkt og annars staðar í Bandaríkjunum. Í skjölum Sony sem lekið var á netið á síðasta ári kom sá launamunur sem viðgengst berlega í ljós. Þannig kom í ljós að við gerð myndarinnar American Hustle fengu karlkyns leikarar myndarinnar níu prósent af hagnaði myndarinnar, en þær Amy Adams og Jennifer Lawrence sjö prósent, þrátt fyrir að Lawrence hafði þá nýverið unnið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Silver Lining Playbook. Arquette sagði það óafsakanlegt með öllu að Hollywood-stjörnur væru á ferð og flugi um heiminn þar sem þær töluðu fyrir jafnrétti þegar konur, samkynhneigðir og þeldökkir þyrftu á sama tíma að berjast fyrir jafnrétti heima fyrir. Sagði hún nauðsynlegt að ráðast í stjórnarskrárbreytingar þannig að breyting yrði á. just this for the rest of my life #PatriciaArquette pic.twitter.com/t2D765Km8i— Julie Murphy (@andimJULIE) February 23, 2015
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira