Allt niður í fjórtán ára börn í viðskiptum með vopn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 10:58 Athygli vekur hve lágur meðalaldur hópsins er. Hnífar, sveðjur, hnúajárn og rafbyssur eru á meðal þess sem gengur kaupum og sölum í lokaðri Facebook-síðu sem stofnuð var í síðustu viku. Stofnandi síðunnar er fimmtán ára gamall og eru meðlimir hennar hátt í hundrað talsins. Meðalaldur meðlima er lágur en eftir því sem fréttastofa kemst næst er sá yngsti fjórtán ára.Óskað eftir butterfly hníf, sem er ólöglegur, í stað rafbyssu. Sýnt er fram á notkun hennar í myndskeiði sem birt var á síðunni.„Gerði smá grúbbu til að selja butterfly‘s, switchblade, hnúajárn og aðra hnífa og „leikföng“! Addið félögunum. [...] Við minnum á að láta vita ef einhverjir snitchers eru inni á síðunni öryggisins vegna því sumir hnífar eru ólöglegir,“ segir í lýsingu síðunnar, sem rituð var af fimmtán ára stofnanda hennar. Sífellt færist í aukana að ólöglegur varningur sé seldur á Facebook. Eiturlyf, byssur og sterar eru á meðal þess sem seld eru í fjölmörgum hópum á Facebook og auðvelt er að gerast meðlimur þeirra. Einungis þarf að óska eftir inngöngu eða fá boð í slíka hópa.Meðlimur hópsins auglýsir sveðju undir dulnefni.mynd/skjáskotNotendur auglýsa ýmist undir nafni eða dulnefni. Stöku sinnum eru símanúmer og staðsetningar auk upplýsinga um varninginn. Þá eru myndböndin jafnan sett inn til að sýna fram á notkun vopnanna, til dæmis rafbyssna. Greint var frá því á Vísi í gær að ellefu hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á Facebook. mynd/skjáskotAð sögn lögreglu voru síðurnar sjötíu talsins og notendur skiptu þúsundum. Oft er um að ræða skipulagða starfsemi og oft á tíðum er fleiri en einn bak við hvert notendanafn. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, lýsti yfir áhyggjum vegna málsins í gær. Á hópunum færu einnig fram kynferðisbrot og að reglulega bærust tilkynningar frá foreldrum og öðrum. Hún hvatti foreldra því til að fylgjast með tölvunotkun barna sinna. Tengdar fréttir Glíma við götusölu á netinu Lögreglan handtók ellefu manns í átaki gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Hald lagt á kókaín, LSD, amfetamín og kannabis auk milljónar í peningum. Segir götusölu hafa alfarið færst yfir á samfélagsmiðla. 27. febrúar 2015 07:00 Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum "Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k.“ 2. september 2014 14:05 11 handteknir í aðgerðum gegn fíkniefnasölu á Facebook Síðurnar voru um sjötíu talsins þegar aðgerðirnar hófust fyrir um mánuði og notendur þeirra skipta þúsundum 26. febrúar 2015 19:53 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Hnífar, sveðjur, hnúajárn og rafbyssur eru á meðal þess sem gengur kaupum og sölum í lokaðri Facebook-síðu sem stofnuð var í síðustu viku. Stofnandi síðunnar er fimmtán ára gamall og eru meðlimir hennar hátt í hundrað talsins. Meðalaldur meðlima er lágur en eftir því sem fréttastofa kemst næst er sá yngsti fjórtán ára.Óskað eftir butterfly hníf, sem er ólöglegur, í stað rafbyssu. Sýnt er fram á notkun hennar í myndskeiði sem birt var á síðunni.„Gerði smá grúbbu til að selja butterfly‘s, switchblade, hnúajárn og aðra hnífa og „leikföng“! Addið félögunum. [...] Við minnum á að láta vita ef einhverjir snitchers eru inni á síðunni öryggisins vegna því sumir hnífar eru ólöglegir,“ segir í lýsingu síðunnar, sem rituð var af fimmtán ára stofnanda hennar. Sífellt færist í aukana að ólöglegur varningur sé seldur á Facebook. Eiturlyf, byssur og sterar eru á meðal þess sem seld eru í fjölmörgum hópum á Facebook og auðvelt er að gerast meðlimur þeirra. Einungis þarf að óska eftir inngöngu eða fá boð í slíka hópa.Meðlimur hópsins auglýsir sveðju undir dulnefni.mynd/skjáskotNotendur auglýsa ýmist undir nafni eða dulnefni. Stöku sinnum eru símanúmer og staðsetningar auk upplýsinga um varninginn. Þá eru myndböndin jafnan sett inn til að sýna fram á notkun vopnanna, til dæmis rafbyssna. Greint var frá því á Vísi í gær að ellefu hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á Facebook. mynd/skjáskotAð sögn lögreglu voru síðurnar sjötíu talsins og notendur skiptu þúsundum. Oft er um að ræða skipulagða starfsemi og oft á tíðum er fleiri en einn bak við hvert notendanafn. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, lýsti yfir áhyggjum vegna málsins í gær. Á hópunum færu einnig fram kynferðisbrot og að reglulega bærust tilkynningar frá foreldrum og öðrum. Hún hvatti foreldra því til að fylgjast með tölvunotkun barna sinna.
Tengdar fréttir Glíma við götusölu á netinu Lögreglan handtók ellefu manns í átaki gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Hald lagt á kókaín, LSD, amfetamín og kannabis auk milljónar í peningum. Segir götusölu hafa alfarið færst yfir á samfélagsmiðla. 27. febrúar 2015 07:00 Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum "Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k.“ 2. september 2014 14:05 11 handteknir í aðgerðum gegn fíkniefnasölu á Facebook Síðurnar voru um sjötíu talsins þegar aðgerðirnar hófust fyrir um mánuði og notendur þeirra skipta þúsundum 26. febrúar 2015 19:53 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Glíma við götusölu á netinu Lögreglan handtók ellefu manns í átaki gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Hald lagt á kókaín, LSD, amfetamín og kannabis auk milljónar í peningum. Segir götusölu hafa alfarið færst yfir á samfélagsmiðla. 27. febrúar 2015 07:00
Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum "Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k.“ 2. september 2014 14:05
11 handteknir í aðgerðum gegn fíkniefnasölu á Facebook Síðurnar voru um sjötíu talsins þegar aðgerðirnar hófust fyrir um mánuði og notendur þeirra skipta þúsundum 26. febrúar 2015 19:53