Glíma við götusölu á netinu fanney birna jónsdóttir og kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Lögreglan fór í þrjátíu daga átak gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Fréttablaðið/Sæþór Umfang fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum er verulegt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum vikum handtekið á annan tug manna og lagt hald á talsvert af fíkniefnum í aðgerðum sem beinast gegn sölu fíkniefna á samfélagsmiðlum.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri„Við fórum í þrjátíu daga átak til að kortleggja þetta og gera okkur grein fyrir umfanginu,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. Við húsleit tók lögreglan í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 grömm af amfetamíni, auk kannabisefna sem var að finna á allmörgum stöðum. „Götusala fíkniefna er svona í dag. Hún fer fram á samfélagsmiðlunum. Hvar viltu hitta mig, ég kem þangað,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um samskipti fíkniefnasala og kaupenda á síðum á borð við Facebook. Fréttastofa 365 hefur að undanförnu fjallað talsvert um Facebook-síður þar sem íslensk ungmenni eiga í viðskiptum með vopn, fíkniefni og annan varning. Alda segir átakið hafa verið stutt og ljóst sé að slíkum síðum hafi fjölgað. „Við vorum að loka hátt í sjötíu síðum, sem þó voru misvirkar. Þetta er meira en við gerðum ráð fyrir, síðast þegar við kíktum voru þær í kringum fjörutíu,“ segir Alda. Hún segir lögregluna hyggjast halda áfram aðgerðum sínum gegn þeim sem standa fyrir þessum síðum og selja á þeim. „Við erum að fylgjast með þessu og við getum ekki látið þetta óáreitt. Með þessu verður aðgengi fyrir börn og unglinga svo auðvelt.“Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónnAldís tekur undir þetta og segir lögregluna fylgjast vel með þessum síðum. „Þessum Facebook-síðum fjölgar mjög hratt. Við fáum fjölmargar ábendingar í gegnum Facebook-síðu lögreglu þar sem fólk gefur upplýsingar í einkaskilaboðum,“ segir Aldís. Lögreglan lagði í aðgerðum sínum enn fremur hald á eina milljón króna sem taldar eru vera tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Í hópi hinna handteknu eru aðallega karlar á þrítugsaldri, en ein kona var handtekin í aðgerðunum. Að mati lögreglu er umfang fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum verulegt, en aðgerðunum verður framhaldið. Allnokkrum þessara Facebook-síðna, sem boðið hafa fíkniefni til sölu, hefur verið lokað. „Ég held að þetta sé leiðin í dag, götusalarnir eru núna þarna, það er enginn á Hlemmi að selja fíkniefni. Eflaust fyrirfinnst þetta líka á fleiri miðlum, en við vorum bara að einbeita okkur að Facebook núna,“ segir Alda. Þær minna einnig á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs og hörð lending í Malmö Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Umfang fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum er verulegt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum vikum handtekið á annan tug manna og lagt hald á talsvert af fíkniefnum í aðgerðum sem beinast gegn sölu fíkniefna á samfélagsmiðlum.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri„Við fórum í þrjátíu daga átak til að kortleggja þetta og gera okkur grein fyrir umfanginu,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. Við húsleit tók lögreglan í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 grömm af amfetamíni, auk kannabisefna sem var að finna á allmörgum stöðum. „Götusala fíkniefna er svona í dag. Hún fer fram á samfélagsmiðlunum. Hvar viltu hitta mig, ég kem þangað,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um samskipti fíkniefnasala og kaupenda á síðum á borð við Facebook. Fréttastofa 365 hefur að undanförnu fjallað talsvert um Facebook-síður þar sem íslensk ungmenni eiga í viðskiptum með vopn, fíkniefni og annan varning. Alda segir átakið hafa verið stutt og ljóst sé að slíkum síðum hafi fjölgað. „Við vorum að loka hátt í sjötíu síðum, sem þó voru misvirkar. Þetta er meira en við gerðum ráð fyrir, síðast þegar við kíktum voru þær í kringum fjörutíu,“ segir Alda. Hún segir lögregluna hyggjast halda áfram aðgerðum sínum gegn þeim sem standa fyrir þessum síðum og selja á þeim. „Við erum að fylgjast með þessu og við getum ekki látið þetta óáreitt. Með þessu verður aðgengi fyrir börn og unglinga svo auðvelt.“Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónnAldís tekur undir þetta og segir lögregluna fylgjast vel með þessum síðum. „Þessum Facebook-síðum fjölgar mjög hratt. Við fáum fjölmargar ábendingar í gegnum Facebook-síðu lögreglu þar sem fólk gefur upplýsingar í einkaskilaboðum,“ segir Aldís. Lögreglan lagði í aðgerðum sínum enn fremur hald á eina milljón króna sem taldar eru vera tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Í hópi hinna handteknu eru aðallega karlar á þrítugsaldri, en ein kona var handtekin í aðgerðunum. Að mati lögreglu er umfang fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum verulegt, en aðgerðunum verður framhaldið. Allnokkrum þessara Facebook-síðna, sem boðið hafa fíkniefni til sölu, hefur verið lokað. „Ég held að þetta sé leiðin í dag, götusalarnir eru núna þarna, það er enginn á Hlemmi að selja fíkniefni. Eflaust fyrirfinnst þetta líka á fleiri miðlum, en við vorum bara að einbeita okkur að Facebook núna,“ segir Alda. Þær minna einnig á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs og hörð lending í Malmö Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira