Innlent

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbrautinni: Miklar umferðatafir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni í morgun  en óhappið átti sér stað við mislæg gatnamót milli Dalvegs og Skógalindar í Kópavogi.

Ekki er ljóst hvort einhver hafi slasast í árekstrinum en tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.

Töluverðar tafir eru á umferð á svæðinu vegna árekstursins.

Uppfært klukkan 9:55 - Einn ökumaður var fluttur á sjúkrahús en hann ku vera lítillega slasaður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×