Innlent

Dæmd fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot

Atli Ísleifsson skrifar
Hin dæmdu eiga öll brotaferil að baki.
Hin dæmdu eiga öll brotaferil að baki. Vísir/Getty
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu í fangelsi vegna þjófnaðar- og fíkniefnabrota.

Karlmennirnir eru fæddir 1987 og 1988 og fengu báðir eins árs dóm en skal fresta fullnustu níu mánaða af refsingunni haldi þeir almennt skilorð til tveggja ára. Konan er fædd 1988 og fékk þriggja mánaða dóm, en skal fresta fullnustu refsingarinnar haldi hún almennt skilorð til tveggja ára.

Mennirnir eru meðal annars dæmdir fyrir að hafa stolið GPS staðsetningartæki úr bílum, borvélum, heftibyssu og fleiru úr bílskúr og eldsneytislykli úr bíl og notað lykilinn til að greiða fyrir eldsneyti.

Þá er annar maðurinn dæmdur fyrir að hafa brotist inn í húsnæði í Hafnarfirði og stolið þaðan ýmsu lauslegu, auk þess að hafa haft kannabis í fórum sínum.

Þremenningarnir eru einnig dæmdir fyrir að hafa stolið 567 þúsund krónum úr ellefu söfnunarkössum á veitingastað í Reykjanesbæ. Áætlað tjón vegna skemmdanna er um 2,5 milljónir króna.

Hin dæmdu eiga öll brotaferil að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×