Innlent

Segja hvalaskoðun hafa minni áhrif á fæðuöflun hrefna en náttúrulegar sveiflur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frederik Christiansen sjávarlíffræðingur hefur birt niðurstöður 3 ára rannsókna sinna á áhrifum hvalaskoðunar á fæðuöflun hrefna í Faxaflóa.
Frederik Christiansen sjávarlíffræðingur hefur birt niðurstöður 3 ára rannsókna sinna á áhrifum hvalaskoðunar á fæðuöflun hrefna í Faxaflóa. Vísir/María Björk
Frederik Christiansen sjávarlíffræðingur hefur birt niðurstöður 3 ára rannsókna sinna á áhrifum hvalaskoðunar á fæðuöflun hrefna í Faxaflóa. Gögnum var safnað með ferðum á hvalaskoðunarbátum á tímabilinu 2008 til 2011.

Í tilkynningu frá Hvalaskoðanasamtökum Íslands segir að helstu niðurstöðnar séu þær að hvalaskoðun hafi minni áhrif á fæðuöflun hrefna en náttúrulegar sveiflur, og engin áhrif til lengri tíma.

„Hver hrefna sem finnst í Faxaflóa í hvalaskoðun er sögð að meðaltali viðfangsefni hvers hvalaskoðunarbáts 10 sinnum ári og að hvalaskoðunin hafi engin áhrif á lífslíkur dýranna. Þar af leiðir skapar núverandi hvalaskoðun ekki ógn gagnvart þeim hrefnum sem verið er að skoða, samkvæmt niðurstöðum Frederiks,“ segir í tilkynningunni.

Hvalaskoðun er vaxandi afþreying hér á landi og „ eru fyrirtækin í greininni meðvituð um mikilvægi ábyrgrar hvalaskoðunar.“

Dagana 19. og 20. febrúar halda Hvalaskoðunarsamtök Íslands (IceWhale), í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi, málþing og vinnufund um leiðbeinandi reglur varðandi ábyrga hvalaskoðun, leiðsögn um borð og markaðsáherslur í Víkinni - Sjóminjasafni Reykjavíkur.

Meðal fyrirlesara verða Dr. Carol Carlson sérfræðingur hjá Provincetown Center for Coastal Studies, forstöðumaður rannsókna- og fræðsludeildar Dolphin Fleet og ráðgjafi hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu.

„Stefnt er að viðburðinum ljúki með táknrænni samþykkt nýrra leiðbeinandi reglna um ábyrga hvalaskoðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×