Innlent

Sluppu með skrekkinn eftir þriggja bíla árekstur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Þriggja bíla árekstur varð við Hringbraut í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti einn stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann skall á vegriði, og hinir tveir fylgdu fast á eftir.

Engan sakaði en einn bílanna er töluvert skemmdur. Sá var dreginn af vettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×