Innlent

Faðirinn laus úr haldi eftir að hafa ráðist á son sinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum né nálgunarbann.
Lögreglan mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum né nálgunarbann. Vísir/Stefán
Karlmaðurinn sem var handtekinn í Hafnarfirði í nótt eftir að hafa ráðist á son sinn er laus úr haldi lögreglu. Tilkynning barst um málið á þriðja tímanum í nótt og var maðurinn handtekinn í kjölfarið og látinn gista fangageymslu þar til hægt yrði að yfirheyra hann. Var hann látinn laus að lokinni skýrslutöku en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málsatvik liggja fyrir og líklegt að maðurinn verði ákærður.



Sonur hans, sem er á unglingsaldri, var fluttur á slysadeild eftir árásina en hann var sagður skorinn á höndum. Lögreglan vinnur málið samstarfi við félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar en Margeir segir að hvorki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna málsins né nálgunarbann. Það sé í höndum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar hvort aðhafast þurfi frekar vegna málsins til að tryggja öryggi drengsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×