Innlent

Ræningjarnir í Pétursbúð aðeins 17 ára gamlir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi ránsins síðastliðið sumar.
Frá vettvangi ránsins síðastliðið sumar. vísir/Kolbeinn Tumi
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur táningum fyrir að hafa rænt Pétursbúð við Ránargötu í Vesturbæ Reykjavíkur þann 17. júlí síðastliðið sumar. Ungu mennirnir voru sautján ára þegar brotið var framið en báðir voru með andlitin hulin.

Lögregluþjónn skoðar upptökur af öryggismyndavélum á staðnum.Vísir/Kolbeinn Tumi
Annar mannanna var með andlitið hulið trúðagrímu og vopnaður spýtu en hinn með andlitið hulið peysu og derhúfu með sprautunál að vopni. Ógnuðu þeir 22 ára gamalli konu sem sinnti afgreiðslu og höfðu á brott með sér alla þá peninga sem var að finna í peningakassanum, 57.500 krónur. Annar mannanna ýtti við afgreiðslukonunni með spýtunni.

Lögreglan brást fljótt við ráninu og hafði handtekið tvímenningana síðar um kvöldið. Málið verður þingfest í héraði í vikunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×