Sport

Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas

Tómas þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson og Conor McGregor eru bestu vinir.
Gunnar Nelson og Conor McGregor eru bestu vinir. vísir/getty
Gunnar Nelson hefur ekki barist í UFC síðan hann tapaði fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í október á síðasta ári.

En nú fer að styttast í næsta bardaga því hann eygir að berjast með góðvini sínum og nýjustu ofurstjörnunni í UFC, Conor McGregor, í Las Vegas í sumar.

Sjá einnig:McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband

„Hann hefur áhuga á að vera á kortinu í júlí en við vitum ekki hvort hann berjist fyrir það,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við MMAViking.com.

Conor McGregor hefur klifið metorðastigann hratt í UFC á milli þess sem hann rífur kjaft og gerir lítið úr andstæðingum sínum við hvert tækifæri.

Hann mætir heimsmeistaranum í fjaðurvigt, Jose Aldo, í bardaga um beltið í Vegas 11. júlí. Það er eini bardaginn sem klár er það kvöldið og á því eftir að finna 3-4 aðra bardaga til að fylla kortið.

Þrátt fyrir að bardagakvöldum hefur fjölgað í Evrópu undanfarna mánuði hefur Gunnar ekki barist sem fyrr segir í fjóra mánuði, en hann ákvað sjálfur að taka sér frí.

„Gunni hefur ekki beðið um bardaga,“ segir Haraldur við MMAViking aðspurður hvers vegna Gunnar hefur ekki tekið þátt í þessum Evrópukvöldum sem stundum skortir fleiri stjörnur.

Óvíst er hvort Gunnar fái að berjast sama kvöld og Conor í Vegas. „UFC ræður því,“ segir Haraldur Nelson.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar fær enn eina viðurkenninguna

Gunnar Nelson skákaði Svíanum Alexander Gustafsson í kjöri um besta bardagamanninn árið 2014 utan Bandaríkjanna og Bretlandseyja.

Schwarzenegger elskar Conor

Aðdáendahópur Írans Conor McGregor fer sífellt stækkandi og nýjasti aðdáandinn er ekki af ódýrari gerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×