Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2015 10:04 Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone. Vísir/GVA/Getty „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið er áskrifandi en starfsmaðurinn notandi er svar við spurningu þinni já,“ segir í svari Vodafone við þeirri spurningu hvort allir sem eru með símanúmer frá Vodafone og vinnuveitandi greiðir að einhverju leyti geti átt von á því að vinnuveitandi fái upplýsingar um símnotkunina frá Vodafone. „Áskrifendur eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptanotkun sína sundurliðaða á grundvelli ákvæða í fjarskiptalögum og reglna sem eru settar á grundvelli þeirra," segir Vodafone sem svaraði aðeins einni af tólf spurningum frá Fréttablaðinu vegna afhendingar fyrirtækisins á skrám yfir símtöl í númerum sem tengjast Hafnarfjarðarbæ.Sjá einnig:Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Þrír bæjarfultrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins:„Við getum ekki tjáð okkur um málefni einstakra viðskiptavina,“ segir svari Vodafone við spurningum 1 til 11 hér að neðan. Að öðru leyti vísar fyrirtækið til fjarskiptalaga:„Lögum samkvæmt geymir Vodafone gögn í sex mánuði skv. fyrirmælum í 42. gr. fjarskiptalaga. Félagið vinnur eftir skýrum verklagsreglum við meðhöndlum beiðna um vinnslu á fjarskiptagögnum, með hliðsjón af lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í reglugerð 526/2011, um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu, kemur fram að áskrifendur að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptaþjónustu ítarlega sundurliðaða. Í því felst að þeir geta fengið nákvæmari upplýsingar en þær sem birtast á almennum reikningum um fjarskiptaþjónustu þeirra. Kröfur um sundurliðun samkvæmt ákvæði þessu má uppfylla með rafrænum hætti og hafa viðskiptavinir Vodafone aðgang að umræddum upplýsingum á „Mínum síðum“.Verklagsreglur Vodafone á þessu sviði eru skýrar, í samræmi við og þeim framfylgt í einu og öllu.“1. Til hversu margra símanúmera náði yfirlitið sem sent var bænum?2. Var um að ræða bæði fastlínunúmer og farsímanúmer?3. Hver er skráður notandi umræddra símanúmera?4. Eru einhverjir einstaklingar skráðir [notendur] umræddra símanúmera?5. Leitaði Vodafone heimildar notenda umræddra símanúmera til að senda bænum yfirlit um símtöl tengdum númerunum?6. Hvaða heimild hefur Vofafone til að láta slík gögn af hendi án samþykkis þeirra sem nota símana?7. Hver hjá Hafnarfjarðarbæ óskaði eftir umræddum símgögnum?8. Hver fékk gögnin send?9. Hvernig var öryggi gagnanna sem send voru tryggt?10. Hvers vegna sendi Vodafone Hafnarfjarðarbæ „yfirlit yfir öll símanúmer sem hringt hafði verið í“ en ekki aðeins „upplýsingar um hvort hringt hefði verið í þetta tiltekna númer á sex klukkustunda tímabili“ eins og segir í meðfylgjandi yfirlýsingu að óskað hafi verið eftir?11. Hver greiðir af þeim númerum sem upplýsingarnar náðu til?12. Geta allir einstaklingar sem eru með símanúmer frá Vodafone og vinnuveitandi greiðir að hluta eða öllu leyti átt von á því að vinnuveitandinn fái upplýsingar um símnotkunina kalli hann eftir því frá Vodafone? Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00 Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Í þeim tilvikum sem fyrirtækið er áskrifandi en starfsmaðurinn notandi er svar við spurningu þinni já,“ segir í svari Vodafone við þeirri spurningu hvort allir sem eru með símanúmer frá Vodafone og vinnuveitandi greiðir að einhverju leyti geti átt von á því að vinnuveitandi fái upplýsingar um símnotkunina frá Vodafone. „Áskrifendur eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptanotkun sína sundurliðaða á grundvelli ákvæða í fjarskiptalögum og reglna sem eru settar á grundvelli þeirra," segir Vodafone sem svaraði aðeins einni af tólf spurningum frá Fréttablaðinu vegna afhendingar fyrirtækisins á skrám yfir símtöl í númerum sem tengjast Hafnarfjarðarbæ.Sjá einnig:Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Þrír bæjarfultrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins:„Við getum ekki tjáð okkur um málefni einstakra viðskiptavina,“ segir svari Vodafone við spurningum 1 til 11 hér að neðan. Að öðru leyti vísar fyrirtækið til fjarskiptalaga:„Lögum samkvæmt geymir Vodafone gögn í sex mánuði skv. fyrirmælum í 42. gr. fjarskiptalaga. Félagið vinnur eftir skýrum verklagsreglum við meðhöndlum beiðna um vinnslu á fjarskiptagögnum, með hliðsjón af lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í reglugerð 526/2011, um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu, kemur fram að áskrifendur að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptaþjónustu ítarlega sundurliðaða. Í því felst að þeir geta fengið nákvæmari upplýsingar en þær sem birtast á almennum reikningum um fjarskiptaþjónustu þeirra. Kröfur um sundurliðun samkvæmt ákvæði þessu má uppfylla með rafrænum hætti og hafa viðskiptavinir Vodafone aðgang að umræddum upplýsingum á „Mínum síðum“.Verklagsreglur Vodafone á þessu sviði eru skýrar, í samræmi við og þeim framfylgt í einu og öllu.“1. Til hversu margra símanúmera náði yfirlitið sem sent var bænum?2. Var um að ræða bæði fastlínunúmer og farsímanúmer?3. Hver er skráður notandi umræddra símanúmera?4. Eru einhverjir einstaklingar skráðir [notendur] umræddra símanúmera?5. Leitaði Vodafone heimildar notenda umræddra símanúmera til að senda bænum yfirlit um símtöl tengdum númerunum?6. Hvaða heimild hefur Vofafone til að láta slík gögn af hendi án samþykkis þeirra sem nota símana?7. Hver hjá Hafnarfjarðarbæ óskaði eftir umræddum símgögnum?8. Hver fékk gögnin send?9. Hvernig var öryggi gagnanna sem send voru tryggt?10. Hvers vegna sendi Vodafone Hafnarfjarðarbæ „yfirlit yfir öll símanúmer sem hringt hafði verið í“ en ekki aðeins „upplýsingar um hvort hringt hefði verið í þetta tiltekna númer á sex klukkustunda tímabili“ eins og segir í meðfylgjandi yfirlýsingu að óskað hafi verið eftir?11. Hver greiðir af þeim númerum sem upplýsingarnar náðu til?12. Geta allir einstaklingar sem eru með símanúmer frá Vodafone og vinnuveitandi greiðir að hluta eða öllu leyti átt von á því að vinnuveitandinn fái upplýsingar um símnotkunina kalli hann eftir því frá Vodafone?
Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00 Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30
Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00
Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00