Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2015 14:45 Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir ekki rétt að hann hafi skoðað símtalaskrár starfsmanna og kjörinna fulltrúa eins og segir í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. „Í frétt á Vísi í dag segir í fyrirsögn að bæjarstjóri (Hafnarfjarðarbæjar) hafi játað að hafa skoðað símtalaskrár. Sambærilegur texti kemur fram í millifyrirsögn. Þetta er rangt. Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá. Bæjarstjóri sá hana aldrei," segir í yfirlýsingu Haraldar. Þess má geta að í umræddum fréttum var vísað til ræðu Haraldar á bæjarstjórnarfundi í gær. Af ræðunni varð ekki annað ráðið en að bæjarstjórinn hefði sjálfur skoðað lista yfir númer sem Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ. Vitnaði Haraldur í ræðunni í tölvupóst sem hann kvaðst hafa sent þá fyrr um daginn hafa sent þremur bæjarfulltrúum sem kvartað hafa til Persónuverndar vegan skoðunar bæjarins á símtalaskrám. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum ,“ las bæjarstjórinn meðal annars upp úr tölvupóstinum.Haraldur á fundi bæjarstjórnar í gær.Vísir/GVAÍ ræðu Haraldar kom ekkert annað fram um þennan tölvupóst en að hann væri svar hans sjálfs við fyrirspurn bæjarfulltrúanna þriggja. Eftir að hann lauk máli sínu var annað mál til umræðu. Bæjarstjórinn kom hins vegar aftur í pontu. Sagðist hann þá vilja taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að hann væri ekki sá sem kallaður er „undirritaður“ í tölvupóstinum. Sá væri annar starfsmaður bæjarins. Þetta fór fram hjá blaðamanni. Þess má geta að eftir bæjarstjórnarfundinn í gær óskaði blaðamaður eftir því að fá afrit af tölvupóstinum sem bæjarstjórinn hafði þá nýlesið. Þeirri beiðni var hafnað og var í staðinn vísað á upptöku af fundinum. Eftir að ofangreind yfirlýsing Haraldar barst var aftur óskað eftir afriti af tölvupóstinum og hefur hann nú verið afhentur. Af honum má ráða að bæjarstjórinn var í raun að lesa upp úr bréfi undirmanns síns sem hann svo gerði að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúanna.Í myndbandinu að ofan má sjá þann hluta ræðu bæjarstjóra þar sem hann las úr tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa. Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. Rætt er um símtalamálið undir lok fundarins. Þar má meðal annars sjá og heyra þegar bæjarstjóri kemur í ræðustól að nýju og segist vilja fyrirbyggja þann misskilning að hann sé sá sem skoðaði símagögnin. Það hafi annar starfsmaður bæjarins gert. Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir ekki rétt að hann hafi skoðað símtalaskrár starfsmanna og kjörinna fulltrúa eins og segir í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. „Í frétt á Vísi í dag segir í fyrirsögn að bæjarstjóri (Hafnarfjarðarbæjar) hafi játað að hafa skoðað símtalaskrár. Sambærilegur texti kemur fram í millifyrirsögn. Þetta er rangt. Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá. Bæjarstjóri sá hana aldrei," segir í yfirlýsingu Haraldar. Þess má geta að í umræddum fréttum var vísað til ræðu Haraldar á bæjarstjórnarfundi í gær. Af ræðunni varð ekki annað ráðið en að bæjarstjórinn hefði sjálfur skoðað lista yfir númer sem Vodafone sendi Hafnarfjarðarbæ. Vitnaði Haraldur í ræðunni í tölvupóst sem hann kvaðst hafa sent þá fyrr um daginn hafa sent þremur bæjarfulltrúum sem kvartað hafa til Persónuverndar vegan skoðunar bæjarins á símtalaskrám. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum ,“ las bæjarstjórinn meðal annars upp úr tölvupóstinum.Haraldur á fundi bæjarstjórnar í gær.Vísir/GVAÍ ræðu Haraldar kom ekkert annað fram um þennan tölvupóst en að hann væri svar hans sjálfs við fyrirspurn bæjarfulltrúanna þriggja. Eftir að hann lauk máli sínu var annað mál til umræðu. Bæjarstjórinn kom hins vegar aftur í pontu. Sagðist hann þá vilja taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að hann væri ekki sá sem kallaður er „undirritaður“ í tölvupóstinum. Sá væri annar starfsmaður bæjarins. Þetta fór fram hjá blaðamanni. Þess má geta að eftir bæjarstjórnarfundinn í gær óskaði blaðamaður eftir því að fá afrit af tölvupóstinum sem bæjarstjórinn hafði þá nýlesið. Þeirri beiðni var hafnað og var í staðinn vísað á upptöku af fundinum. Eftir að ofangreind yfirlýsing Haraldar barst var aftur óskað eftir afriti af tölvupóstinum og hefur hann nú verið afhentur. Af honum má ráða að bæjarstjórinn var í raun að lesa upp úr bréfi undirmanns síns sem hann svo gerði að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúanna.Í myndbandinu að ofan má sjá þann hluta ræðu bæjarstjóra þar sem hann las úr tölvupósti sínum til bæjarfulltrúa. Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. Rætt er um símtalamálið undir lok fundarins. Þar má meðal annars sjá og heyra þegar bæjarstjóri kemur í ræðustól að nýju og segist vilja fyrirbyggja þann misskilning að hann sé sá sem skoðaði símagögnin. Það hafi annar starfsmaður bæjarins gert.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30
Ef fyrirtæki er áskrifandi að símanum þínum fær það símtölin upplýst Vinnuveitandi getur kallað eftir upplýsingum um símanotkun starfsmannsins ef fyrirtækið er áskrifandi og greiðir fyrir notkunina. Þetta kemur fram í svari Vodafone til fréttastofu. 19. febrúar 2015 10:04