Samvinnuverkefni gegn ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 15:40 Meðfylgjandi eru myndir frá undirrituninni sem fram fór í höfuðstöðvum Neyðarlínunnar í Skógarhlíð. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, undirrituðu í dag samstarfssamning um átak gegn heimilisofbeldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi. Í rannsókn á ofbeldi gegn konum sem Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið árið 2010 kemur fram að rúmlega 42% aðspurðra kvenna á Íslandi hafa verið beittar ofbeldi einhvern tíma eftir 16 ára aldur. Þegar hlutfallið var umreiknað miðað við fjölda kvenna jafngildir það að 44-49 þúsund konur á þessu aldurbili hafi verið beittar ofbeldi á lífsleiðinni. Rúmlega 22% kvenna höfðu verð beittar ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Engar innlendar rannsóknir eru til þar sem heimilisofbeldi sem karlar verða fyrir er sérstaklega skoðað. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tilgreint margvíslegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og lítur á það sem heilbrigðisvandamál. Það er vitað að heilsufarslegar afleiðingar þess að búa við heimilisofbeldi er miklar; líkamlegir verkir, aukin tíðni veikinda, þunglyndi, áfallastreituröskun, svefnerfiðleikar, andlegir sjúkdómar, aukin tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga og áfengis- og fíkniefnamisnotkun. Samkvæmt upplýsingum úr skráningakerfi Barnaverndar Reykjavíkur bárust, á tímabilinu janúar til ágústloka 2014, tilkynningar um átök á heimilum 69 barna en þar af voru tilkynningar frá lögreglu vegna 54 barna. Fram kom í skýrslu sem Barnaheill gaf út árið 2011 að jafnvel þótt börn verði ekki sjálf fyrir líkamlegu ofbeldi er þeim afar skaðlegt að búa við aðstæður þar sem foreldri er beitt ofbeldi. Niðurstöður í rannsókn Lucindu Árnadóttur sem kynnt var á 17. ráðstefnu HÍ um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum sýndu að börn sem verða vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili sínu sýna sömu einkenni kvíða og þunglyndis og börn sem sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi. Rannsóknir sýni að 10 – 13% íslenskra barna hafi annað hvort verið beitt ofbeldi eða orðið fyrir því á heimili. Það er því ljóst að til mikils er að vinna með því að koma í veg fyrir heimilisofbeldi. Kostnaður íslensks samfélags vegna ofbeldis hefur ekki verið reiknaður og því erfitt að meta fjárhagslegan ávinning þess að koma í veg fyrir það. Hins vegar er auðvelt að sjá fyrir sér afleiðingar þess fyrir einstaklinga og þær fjárhæðir sem afleiðingar ofbeldis kosta samfélagið vegna veikinda þeirra sem fyrir því verða. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að markmið verkefnisins séu: Að tryggja öryggi borgaranna á heimilum sínum. Að veita þolendum og gerendum heimilisofbeldis betri þjónustu. Að efla traust þolanda, og eftir atvikum gerenda, á því að stjórnvöld muni veita aðstoð við að binda enda á ofbeldið. Að bæta stöðu barna sem búa við ofbeldi á heimilum. Að auka samráð og samvinnu aðila sem vinna með málaflokkinn. Að efla og samræma úrvinnslu mála. Að bæta tölfræðiupplýsingar um ofbeldi. Að bæta þjónustu við fólk af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Að bæta þjónustu við fatlaða sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Að auka þekkingu á málaflokknum og hvetja til opinberrar umræðu um það samfélagsmein sem heimilisofbeldi er. Að nýta betur þau úrræði sem lögregla og ákæruvald hafa í málaflokknum.Framkvæmdin í stuttu máli:Þegar lögreglan er kölluð út vegna heimilisofbeldis eða gruns þar um hefur hún samband við Velferðarsvið borgarinnar og fer ráðgjafi með í útkallið (eitt símanúmer og einn á bakvakt). Ef barn er á heimilinu er jafnframt haft samband við Barnavernd Reykjavíkur sem sendir starfsmann á staðinn til að sinna barninu.Lögreglan tekur upp á staðnum framburð aðila og vitna og ljósmyndar vettvang. Lögð er áhersla á að þolandi sæti læknisrannsókn. Hún veitir einnig upplýsingar um úrræðin nálgunarbann og brottvísun af heimili. Lögregla og ráðgjafi veita upplýsingar um stuðningsúrræði fyrir þolendur og gerendur. Markmiðið er að gerandi og þolendur leiti sér aðstoðar.Ráðgjafi Velferðarsviðs veitir fyrstu aðstoð sem felur m.a. í sér að fylgja þolanda til læknis og hvetja þolanda til að fá áverkavottorð, koma fjölskyldunni í öruggt skjól eða finna húsnæði fyrir meintan geranda ef þörf er á. Þá sér ráðgjafinn um að vísa þolanda til ráðgjafar hjá þjónustumiðstöð í því hverfi þar sem hann á lögheimili í. Kallaður er til túlkur er þörf er á.Ef barn eða börn eru á staðnum sinnir barnaverndarstarfsmaður því/þeim. Ráðgjafi velferðarþjónustu hefur síðan samband við þolanda innan fjögurra virkra daga og býður þolanda upp á viðtal.Eftirfylgni fer svo fram með heimsókn á heimili innan viku frá atburði. Í eftirfylgniviðtal á heimili fara lögregla og ráðgjafi Velferðarsviðs. Í þeim tilvikum þegar ráðgjafi velferðarþjónustu/barnaverndar kemur ekki að málum fara tveir rannsóknarlögreglumenn í heimsóknina.Öll ofbeldismál verða áhættugreind. Lagt er mat á hve miklar líkur eru á mjög alvarlegum atburði og/eða ítrekun. Áhættugreining er m.a. nýtt við þá ákvörðun lögreglustjóra hvort leggja beri á nálgunarbann og brottvísun af heimili.Auk þessa samstillta verklags lögreglunnar og Reykjavíkurborgar er verið að efla stuðning við þolendur inni á þjónustumiðstöðvum borgarinnar með því að veita þeim viðtöl og annan stuðning eftir því sem við á hverju sinni. Gerendum er boðin meðferð.Upplýsingaefni um það hvar þolendur og gerendur geti fengið aðstoð verður bætt. Skimað verður markvisst á þjónustumiðstöðvum eftir ofbeldi og skráning og greining mála bætt.Starfandi er starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar sem er að skoða sérstakar aðgerðir vegna heimilisofbeldis gagnvart fötluðu fólki og mun hann skila af sér á næstu vikum. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, undirrituðu í dag samstarfssamning um átak gegn heimilisofbeldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi. Í rannsókn á ofbeldi gegn konum sem Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið árið 2010 kemur fram að rúmlega 42% aðspurðra kvenna á Íslandi hafa verið beittar ofbeldi einhvern tíma eftir 16 ára aldur. Þegar hlutfallið var umreiknað miðað við fjölda kvenna jafngildir það að 44-49 þúsund konur á þessu aldurbili hafi verið beittar ofbeldi á lífsleiðinni. Rúmlega 22% kvenna höfðu verð beittar ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Engar innlendar rannsóknir eru til þar sem heimilisofbeldi sem karlar verða fyrir er sérstaklega skoðað. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tilgreint margvíslegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og lítur á það sem heilbrigðisvandamál. Það er vitað að heilsufarslegar afleiðingar þess að búa við heimilisofbeldi er miklar; líkamlegir verkir, aukin tíðni veikinda, þunglyndi, áfallastreituröskun, svefnerfiðleikar, andlegir sjúkdómar, aukin tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga og áfengis- og fíkniefnamisnotkun. Samkvæmt upplýsingum úr skráningakerfi Barnaverndar Reykjavíkur bárust, á tímabilinu janúar til ágústloka 2014, tilkynningar um átök á heimilum 69 barna en þar af voru tilkynningar frá lögreglu vegna 54 barna. Fram kom í skýrslu sem Barnaheill gaf út árið 2011 að jafnvel þótt börn verði ekki sjálf fyrir líkamlegu ofbeldi er þeim afar skaðlegt að búa við aðstæður þar sem foreldri er beitt ofbeldi. Niðurstöður í rannsókn Lucindu Árnadóttur sem kynnt var á 17. ráðstefnu HÍ um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum sýndu að börn sem verða vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili sínu sýna sömu einkenni kvíða og þunglyndis og börn sem sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi. Rannsóknir sýni að 10 – 13% íslenskra barna hafi annað hvort verið beitt ofbeldi eða orðið fyrir því á heimili. Það er því ljóst að til mikils er að vinna með því að koma í veg fyrir heimilisofbeldi. Kostnaður íslensks samfélags vegna ofbeldis hefur ekki verið reiknaður og því erfitt að meta fjárhagslegan ávinning þess að koma í veg fyrir það. Hins vegar er auðvelt að sjá fyrir sér afleiðingar þess fyrir einstaklinga og þær fjárhæðir sem afleiðingar ofbeldis kosta samfélagið vegna veikinda þeirra sem fyrir því verða. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að markmið verkefnisins séu: Að tryggja öryggi borgaranna á heimilum sínum. Að veita þolendum og gerendum heimilisofbeldis betri þjónustu. Að efla traust þolanda, og eftir atvikum gerenda, á því að stjórnvöld muni veita aðstoð við að binda enda á ofbeldið. Að bæta stöðu barna sem búa við ofbeldi á heimilum. Að auka samráð og samvinnu aðila sem vinna með málaflokkinn. Að efla og samræma úrvinnslu mála. Að bæta tölfræðiupplýsingar um ofbeldi. Að bæta þjónustu við fólk af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Að bæta þjónustu við fatlaða sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Að auka þekkingu á málaflokknum og hvetja til opinberrar umræðu um það samfélagsmein sem heimilisofbeldi er. Að nýta betur þau úrræði sem lögregla og ákæruvald hafa í málaflokknum.Framkvæmdin í stuttu máli:Þegar lögreglan er kölluð út vegna heimilisofbeldis eða gruns þar um hefur hún samband við Velferðarsvið borgarinnar og fer ráðgjafi með í útkallið (eitt símanúmer og einn á bakvakt). Ef barn er á heimilinu er jafnframt haft samband við Barnavernd Reykjavíkur sem sendir starfsmann á staðinn til að sinna barninu.Lögreglan tekur upp á staðnum framburð aðila og vitna og ljósmyndar vettvang. Lögð er áhersla á að þolandi sæti læknisrannsókn. Hún veitir einnig upplýsingar um úrræðin nálgunarbann og brottvísun af heimili. Lögregla og ráðgjafi veita upplýsingar um stuðningsúrræði fyrir þolendur og gerendur. Markmiðið er að gerandi og þolendur leiti sér aðstoðar.Ráðgjafi Velferðarsviðs veitir fyrstu aðstoð sem felur m.a. í sér að fylgja þolanda til læknis og hvetja þolanda til að fá áverkavottorð, koma fjölskyldunni í öruggt skjól eða finna húsnæði fyrir meintan geranda ef þörf er á. Þá sér ráðgjafinn um að vísa þolanda til ráðgjafar hjá þjónustumiðstöð í því hverfi þar sem hann á lögheimili í. Kallaður er til túlkur er þörf er á.Ef barn eða börn eru á staðnum sinnir barnaverndarstarfsmaður því/þeim. Ráðgjafi velferðarþjónustu hefur síðan samband við þolanda innan fjögurra virkra daga og býður þolanda upp á viðtal.Eftirfylgni fer svo fram með heimsókn á heimili innan viku frá atburði. Í eftirfylgniviðtal á heimili fara lögregla og ráðgjafi Velferðarsviðs. Í þeim tilvikum þegar ráðgjafi velferðarþjónustu/barnaverndar kemur ekki að málum fara tveir rannsóknarlögreglumenn í heimsóknina.Öll ofbeldismál verða áhættugreind. Lagt er mat á hve miklar líkur eru á mjög alvarlegum atburði og/eða ítrekun. Áhættugreining er m.a. nýtt við þá ákvörðun lögreglustjóra hvort leggja beri á nálgunarbann og brottvísun af heimili.Auk þessa samstillta verklags lögreglunnar og Reykjavíkurborgar er verið að efla stuðning við þolendur inni á þjónustumiðstöðvum borgarinnar með því að veita þeim viðtöl og annan stuðning eftir því sem við á hverju sinni. Gerendum er boðin meðferð.Upplýsingaefni um það hvar þolendur og gerendur geti fengið aðstoð verður bætt. Skimað verður markvisst á þjónustumiðstöðvum eftir ofbeldi og skráning og greining mála bætt.Starfandi er starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar sem er að skoða sérstakar aðgerðir vegna heimilisofbeldis gagnvart fötluðu fólki og mun hann skila af sér á næstu vikum.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira