Innlent

Strætó kaupir 20 nýja vagna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vagnarnir, sem allir eru af gerðinni IVECO Crossway LE.
Vagnarnir, sem allir eru af gerðinni IVECO Crossway LE. mynd/aðsend
Strætó hefur fest kaup á 20 nýjum strætisvögnum sem verða tilbúnir til afhendingar á næstu dögum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Vagnarnir, sem allir eru af gerðinni IVECO Crossway LE, eru með vél skv. EURO 6 staðli og menga því og eyða minni olíu en aðrir bílar hjá Strætó.

Einnig hafa minniháttar útlitsbreytingar verið gerðar á vögnunum, en í þeim eru ný og endurbætt farþegasæti, ásamt fullkomnum myndavélabúnaði sem eykur öryggi farþega og vagnstjóra. Vagnarnir geta tekið 89 farþega, 35 í sæti og 64 standandi.

Strætó hefur á síðust misserum verið að endurnýja vagnaflota sinn og mun halda því verkefni áfram.

Mikilvægt er að yngja flotann eins og kostur er til þess að halda rekstrarkostnaði í lágmarki ásamt því að halda í við auknar kröfur um öryggi, gæði og mengunarvarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×