Algengt að innflytjendur fái rangar upplýsingar um réttindi sín og skyldur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 16:38 Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Vísir/GVA Nýr samningur á milli Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðarráðuneytisins vegna lögfræðiráðgjafar til innflytjenda, þeim að kostnaðarlausu, var undirritaður í gær. Boðið hefur verið upp á þjónustuna frá því í nóvember 2011 og segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar, að aðsóknin í þjónustuna hafi farið sívaxandi. Í fyrra veitti skrifstofan 513 viðtöl, samanborið við 471 árið 2013 og 445 árið 2012. „Ég er ekki endilega viss um að það sé vaxandi þörf fyrir þessa þjónustu heldur hefur ráðgjöfin spurst út. Ég tel að það skýri þessa aukningu á milli ára og það er algjörlega ljóst að þessi ráðgjöf er nauðsynleg,“ segir Margrét. Hún segir að þó að finna megi gagnlegar upplýsingar víða, til dæmis á vefnum, þá komi ekkert í staðinn fyrir einstaklingsráðgjöfina. „Fólk þekkir ekki lagarammann og sumir hafa líka takmarkaða þekkingu á íslensku samfélagi og hvernig það virkar. Þá er líka algengt að einstaklingar hafi einfaldlega fengið rangar upplýsingar. Til dæmis hafa komið hingað konur sem eru í ofbeldissamböndum og þeim er sögð alls konar vitleysa, til að mynda varðandi hvað gerist við skilnað. Mennirnir hafa þá sagt að þeir fái forræði yfir börnunum vegna þess að þannig séu lögin á Íslandi. Það er auðvitað alrangt,“ segir Margrét. Forsjár-og skilnaðarmál eru einmitt algengust málin sem koma inn á borð lögfræðiráðgjafarinnar og þá eru mál tengd brotum á vinnumarkaði einnig algeng. Þá er einnig nokkuð um að fólk leiti til Mannréttindaskrifstofunnar því að það þori ekki að leita til stéttarfélaga sinna eða lögreglu: „Sumir eru ekki vanir því að til dæmis stéttarfélög virki eins og þau gera hér, eða lögreglan, og treysta sér því ekki til að leita til þeirra. Þá reynum við að sjálfsögðu gera okkar besta til að byggja upp það traust.“ Inni í samningi Mannréttindaskrifstofu og ráðuneytisins er einnig túlkaþjónusta, svo óski einstaklingur eftir því að fá túlk með sér í viðtal hjá lögfræðingi, er það honum að kostnaðarlausu. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Nýr samningur á milli Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðarráðuneytisins vegna lögfræðiráðgjafar til innflytjenda, þeim að kostnaðarlausu, var undirritaður í gær. Boðið hefur verið upp á þjónustuna frá því í nóvember 2011 og segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar, að aðsóknin í þjónustuna hafi farið sívaxandi. Í fyrra veitti skrifstofan 513 viðtöl, samanborið við 471 árið 2013 og 445 árið 2012. „Ég er ekki endilega viss um að það sé vaxandi þörf fyrir þessa þjónustu heldur hefur ráðgjöfin spurst út. Ég tel að það skýri þessa aukningu á milli ára og það er algjörlega ljóst að þessi ráðgjöf er nauðsynleg,“ segir Margrét. Hún segir að þó að finna megi gagnlegar upplýsingar víða, til dæmis á vefnum, þá komi ekkert í staðinn fyrir einstaklingsráðgjöfina. „Fólk þekkir ekki lagarammann og sumir hafa líka takmarkaða þekkingu á íslensku samfélagi og hvernig það virkar. Þá er líka algengt að einstaklingar hafi einfaldlega fengið rangar upplýsingar. Til dæmis hafa komið hingað konur sem eru í ofbeldissamböndum og þeim er sögð alls konar vitleysa, til að mynda varðandi hvað gerist við skilnað. Mennirnir hafa þá sagt að þeir fái forræði yfir börnunum vegna þess að þannig séu lögin á Íslandi. Það er auðvitað alrangt,“ segir Margrét. Forsjár-og skilnaðarmál eru einmitt algengust málin sem koma inn á borð lögfræðiráðgjafarinnar og þá eru mál tengd brotum á vinnumarkaði einnig algeng. Þá er einnig nokkuð um að fólk leiti til Mannréttindaskrifstofunnar því að það þori ekki að leita til stéttarfélaga sinna eða lögreglu: „Sumir eru ekki vanir því að til dæmis stéttarfélög virki eins og þau gera hér, eða lögreglan, og treysta sér því ekki til að leita til þeirra. Þá reynum við að sjálfsögðu gera okkar besta til að byggja upp það traust.“ Inni í samningi Mannréttindaskrifstofu og ráðuneytisins er einnig túlkaþjónusta, svo óski einstaklingur eftir því að fá túlk með sér í viðtal hjá lögfræðingi, er það honum að kostnaðarlausu.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira