Innlent

Fundað fram á kvöld í læknadeilu og annar fundur boðaður í dag

Vísir/Vilhelm

Samningafundur Læknafélags Íslands og ríkisins , sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í gær, stóð fram á tólfta tímann í gærkvöldi án þess að samkomulag næðist og verður fundarhöldum haldið áfram klukkan eitt í dag.

Verkfallið stendur því enn. Deilendur segja að þokast hafi í samkomulagsátt á ýmsum sviðum en að ýmis mál séu óleyst, án þess að þeir tjái sig um hver þau eru.

Bráðatilvikum er sinnt og var í gær óskað eftir nokkrum undanþágum fyrir sérhæft starfsfólk til að sinna þeim, og voru þær veittar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.