Bláa ljósið í morgunbirtunni mikilvægast fyrir lífsklukkuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 20:15 Munur er á lífsklukku og staðarklukku á Íslandi sem veldur því að fólk á erfiðara með að vakna á morgnana og sofna á kvöldin, sérstaklega í dimmasta skammdeginu. Morgunbirtan er mikilvægust fyrir lífsklukkuna, að sögn Bjargar Þorleifsdóttur, lektors við læknadeild Háskóla Íslands, en hún hélt erindi á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskólanum í dag undir yfirskriftinni Hefur of fljót klukka á Íslandi áhrif á svefnvenjur Íslendinga? Björg segir að rannsóknir sem gerðar hafa verið á svefnvenjum Íslendinga gefi vísbendingar um að við sofum of lítið og að lífsklukka okkar gangi ekki í takt við staðarklukku, sem er of fljót. Það veldur því sem kallast klukkuþreyta, eða á ensku social jetlag, auk þess sem Íslendingar eru með seinni dægurgerð en fólk í Mið-Evrópu: „Of fljót staðarklukka veldur því að fólk fer seinna að sofa og það bendir allt til þess að Íslendingar sofni að jafnaði klukkutíma seinna en jafnaldrar þeirra annars staðar. Á virkum dögum vöknum við samt á sama tíma og þeir þar sem skyldurnar kalla og nýlegar rannsóknir benda til þess að of stuttur svefn sé mjög algengur hér á landi,“ segir Björg. Hún bendir til dæmis á skýrslu Landlæknisembættisins frá árinu 2012 en þar kom fram að um 25% þeirra sem eru 18 ára og eldri sofa að jafnaði minna en 6 tíma á sólarhring. Björg segir að svo lítill svefn sé talinn skaðlegur heilsu fólks. „Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að of lítill svefn hefur áhrif á heilsufar og tengist til að mynda offitu, sykursýki 2, hjarta-og æðasjúkdómum, þunglyndi og áhættu á neysluhegðun,“ segir Björg. Aðspurð hvort að það að seinka klukkunni myndi bæta svefnvenjur Íslendinga segir hún: „Við getum náttúrulega ekki fullyrt neitt um það en það er engu að síður mín kenning eftir að hafa rannsakað þessi mál. Það sem við vitum í dag, en vissum ekki árið 1968 þegar að sumartíminn var festur hér, er að bláa ljósið sem er í morgunbirtunni er það mikilvægasta fyrir lífsklukkuna. Þó að það sé ágætt að hafa birtu seinni part dags þá græðum við meira á birtunni á morgnana þar sem þetta bláa ljós gefur líkamanum merki sem hann tekur mark á.“Markmið stóru svefnrannsóknarinnar er að fá heildstæða mynd af svefnvenjum Íslendinga.Vísir/GettyKortleggja svefn Íslendinga í viðamikilli svefnrannsókn Nú í janúar fer af stað stór rannsókn á svefnvenjum Íslendinga. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, er ein af þeim sem koma að rannsókninni, ásamt Björgu og fleiri vísindamönnum: „Markmiðið er að kortleggja svefn Íslendinga og fá heildstæða mynd af því hvernig við sofum. Það eru til margar minni rannsóknir sem gefa okkur ýmsar vísbendingar um svefnvenjur okkar en það vantar alveg svona stóra rannsókn,“ segir Erla. 10.000 Íslendingar, 10 ára og eldri, hafa verið valdir af handahófi til þátttöku og munu í næstu viku fá bréf með vefslóð og kóða til að svara rannsókninni rafrænt. Allar upplýsingar eru órekjanlegar til þátttakenda. Erla segir þá sem standa að rannsókninni vonast til að fá svör við ýmsum spurningum varðandi svefnvenjur Íslendinga. „Við viljum til dæmis komast til botns í því hvers vegna notkun á svefnlyfjum er meiri hér en í nágrannalöndunum. Þá er það einnig mín tilfinning sem starfandi sálfræðings að vandamál á borð við depurð og svefnleysi séu algeng, sérstaklega yfir dimmustu mánuðina. Það reynist mörgum mjög erfitt að vakna á morgnana þegar það er svona dimmt og koma svo heim úr vinnu þegar það er aftur orðið dimmt og sjá í raun aldrei dagsbirtu,“ segir Erla. Hún setur þetta þannig í samhengi við lífsklukkuna og staðarklukkuna líkt og Björg og nefnir Erla sérstaklega unglinga og ungt fólk: „Unglingar eru að eðlisfari með seinkaða dægurgerð, það er eitthvað sem gerist á unglingsárum í tengslum við til dæmi hormóna. Þessi munur á lífsklukkunni og staðarklukkunni hér á landi er sérstaklega erfiður fyrir þá og það er spurning hvort þessi óreglulegi svefn margra unglinga tengist háu brottfalli úr framhaldsskóla.“Það eitt að breyta klukkunni mun ekki leysa svefnvandamál allra Erla segir að munurinn á lífsklukku og staðarklukku valdi skekkju í báðar áttir; við eigum erfitt með að vakna klukkan 7 á morgnana því þá er klukkan í rauninni bara hálfsex og svo gengur einnig erfiðlega að ná sér niður á kvöldin klukkan 23:30 þar sem hún sé í raun bara tíu. „Okkar kenning er sú að við þurfum að stilla klukkuna samkvæmt sólargangi þó að það eitt og sér að breyta klukkunni muni auðvitað ekki leysa svefnvanda allra því það er ýmislegt fleira sem spilar inn í. Við teljum þetta engu að síður skipta máli,“ segir Erla. Rannsóknin sem nú er gerð er í tveimur hlutum þar sem svefnvenjur fólks annars vegar í janúar eru skoðaðar og hins vegar í júní, og svo bornar saman. „Við hvetjum fólk til þess að taka þátt í þessari rannsókn. Við vonumst til að fá góð gögn og þetta verða auðvitað ómetanlegar upplýsingar, ekki síst ef að klukkunni yrði svo breytt og við gætum gert samanburð hvort slík breyting hefði áhrif eða ekki á svefn Íslendinga.“ Tengdar fréttir Dimmum vökustundum fjölgar um 190 ef klukkunni verður seinkað Fjallað er um málið ítarlega á Vísindavef Háskóla Íslands. 12. desember 2014 13:03 Fyndið íslenskt myndband um klukkubreytingu slær skyndilega í gegn á Youtube „Íslendingurinn Oskaar“ hefur slegið í gegn með fimm ára gömlu Youtube-myndbandi sem hann sendi til Ástrálíu 5. nóvember 2014 14:45 Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Morgunbirtan er mikilvægust fyrir lífsklukkuna, að sögn Bjargar Þorleifsdóttur, lektors við læknadeild Háskóla Íslands, en hún hélt erindi á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskólanum í dag undir yfirskriftinni Hefur of fljót klukka á Íslandi áhrif á svefnvenjur Íslendinga? Björg segir að rannsóknir sem gerðar hafa verið á svefnvenjum Íslendinga gefi vísbendingar um að við sofum of lítið og að lífsklukka okkar gangi ekki í takt við staðarklukku, sem er of fljót. Það veldur því sem kallast klukkuþreyta, eða á ensku social jetlag, auk þess sem Íslendingar eru með seinni dægurgerð en fólk í Mið-Evrópu: „Of fljót staðarklukka veldur því að fólk fer seinna að sofa og það bendir allt til þess að Íslendingar sofni að jafnaði klukkutíma seinna en jafnaldrar þeirra annars staðar. Á virkum dögum vöknum við samt á sama tíma og þeir þar sem skyldurnar kalla og nýlegar rannsóknir benda til þess að of stuttur svefn sé mjög algengur hér á landi,“ segir Björg. Hún bendir til dæmis á skýrslu Landlæknisembættisins frá árinu 2012 en þar kom fram að um 25% þeirra sem eru 18 ára og eldri sofa að jafnaði minna en 6 tíma á sólarhring. Björg segir að svo lítill svefn sé talinn skaðlegur heilsu fólks. „Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að of lítill svefn hefur áhrif á heilsufar og tengist til að mynda offitu, sykursýki 2, hjarta-og æðasjúkdómum, þunglyndi og áhættu á neysluhegðun,“ segir Björg. Aðspurð hvort að það að seinka klukkunni myndi bæta svefnvenjur Íslendinga segir hún: „Við getum náttúrulega ekki fullyrt neitt um það en það er engu að síður mín kenning eftir að hafa rannsakað þessi mál. Það sem við vitum í dag, en vissum ekki árið 1968 þegar að sumartíminn var festur hér, er að bláa ljósið sem er í morgunbirtunni er það mikilvægasta fyrir lífsklukkuna. Þó að það sé ágætt að hafa birtu seinni part dags þá græðum við meira á birtunni á morgnana þar sem þetta bláa ljós gefur líkamanum merki sem hann tekur mark á.“Markmið stóru svefnrannsóknarinnar er að fá heildstæða mynd af svefnvenjum Íslendinga.Vísir/GettyKortleggja svefn Íslendinga í viðamikilli svefnrannsókn Nú í janúar fer af stað stór rannsókn á svefnvenjum Íslendinga. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, er ein af þeim sem koma að rannsókninni, ásamt Björgu og fleiri vísindamönnum: „Markmiðið er að kortleggja svefn Íslendinga og fá heildstæða mynd af því hvernig við sofum. Það eru til margar minni rannsóknir sem gefa okkur ýmsar vísbendingar um svefnvenjur okkar en það vantar alveg svona stóra rannsókn,“ segir Erla. 10.000 Íslendingar, 10 ára og eldri, hafa verið valdir af handahófi til þátttöku og munu í næstu viku fá bréf með vefslóð og kóða til að svara rannsókninni rafrænt. Allar upplýsingar eru órekjanlegar til þátttakenda. Erla segir þá sem standa að rannsókninni vonast til að fá svör við ýmsum spurningum varðandi svefnvenjur Íslendinga. „Við viljum til dæmis komast til botns í því hvers vegna notkun á svefnlyfjum er meiri hér en í nágrannalöndunum. Þá er það einnig mín tilfinning sem starfandi sálfræðings að vandamál á borð við depurð og svefnleysi séu algeng, sérstaklega yfir dimmustu mánuðina. Það reynist mörgum mjög erfitt að vakna á morgnana þegar það er svona dimmt og koma svo heim úr vinnu þegar það er aftur orðið dimmt og sjá í raun aldrei dagsbirtu,“ segir Erla. Hún setur þetta þannig í samhengi við lífsklukkuna og staðarklukkuna líkt og Björg og nefnir Erla sérstaklega unglinga og ungt fólk: „Unglingar eru að eðlisfari með seinkaða dægurgerð, það er eitthvað sem gerist á unglingsárum í tengslum við til dæmi hormóna. Þessi munur á lífsklukkunni og staðarklukkunni hér á landi er sérstaklega erfiður fyrir þá og það er spurning hvort þessi óreglulegi svefn margra unglinga tengist háu brottfalli úr framhaldsskóla.“Það eitt að breyta klukkunni mun ekki leysa svefnvandamál allra Erla segir að munurinn á lífsklukku og staðarklukku valdi skekkju í báðar áttir; við eigum erfitt með að vakna klukkan 7 á morgnana því þá er klukkan í rauninni bara hálfsex og svo gengur einnig erfiðlega að ná sér niður á kvöldin klukkan 23:30 þar sem hún sé í raun bara tíu. „Okkar kenning er sú að við þurfum að stilla klukkuna samkvæmt sólargangi þó að það eitt og sér að breyta klukkunni muni auðvitað ekki leysa svefnvanda allra því það er ýmislegt fleira sem spilar inn í. Við teljum þetta engu að síður skipta máli,“ segir Erla. Rannsóknin sem nú er gerð er í tveimur hlutum þar sem svefnvenjur fólks annars vegar í janúar eru skoðaðar og hins vegar í júní, og svo bornar saman. „Við hvetjum fólk til þess að taka þátt í þessari rannsókn. Við vonumst til að fá góð gögn og þetta verða auðvitað ómetanlegar upplýsingar, ekki síst ef að klukkunni yrði svo breytt og við gætum gert samanburð hvort slík breyting hefði áhrif eða ekki á svefn Íslendinga.“
Tengdar fréttir Dimmum vökustundum fjölgar um 190 ef klukkunni verður seinkað Fjallað er um málið ítarlega á Vísindavef Háskóla Íslands. 12. desember 2014 13:03 Fyndið íslenskt myndband um klukkubreytingu slær skyndilega í gegn á Youtube „Íslendingurinn Oskaar“ hefur slegið í gegn með fimm ára gömlu Youtube-myndbandi sem hann sendi til Ástrálíu 5. nóvember 2014 14:45 Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Dimmum vökustundum fjölgar um 190 ef klukkunni verður seinkað Fjallað er um málið ítarlega á Vísindavef Háskóla Íslands. 12. desember 2014 13:03
Fyndið íslenskt myndband um klukkubreytingu slær skyndilega í gegn á Youtube „Íslendingurinn Oskaar“ hefur slegið í gegn með fimm ára gömlu Youtube-myndbandi sem hann sendi til Ástrálíu 5. nóvember 2014 14:45
Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04