Pólitískur ómöguleiki lifir enn góðu lífi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. janúar 2015 19:06 vísir/stefán/hörður sveinsson Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segist reikna með því að tillaga um að draga ESB umsóknina formlega til baka verði að veruleika í janúar. Ríkisstjórn og þingflokkar eigi þó eftir að fjalla um málið. Hann segist ekki eiga von á því að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði inni í tillögunni um að draga aðildarumsóknina til baka. Þegar slík tillaga kom fram í janúar í fyrra olli það miklum titringi innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarliðar urðu afturreka með tillöguna sem var látin sofna í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þó ítrekað sagt í aðdraganda kosninga að hann teldi að þjóðin ætti að ákveða hvort framhald yrði á viðræðum og undirbúa ætti slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ísland hefur því ennþá stöðu umsóknarríkis þótt hlé hafi verið gert á viðræðunum en nú boðar ríkisstjórnin að ný tillaga sé á leiðinni og Birgir Ármannsson segist telja að þar sé ekki sé gert ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar frekar en fyrr. „Það var auðvitað ýmislegt sagt í aðdraganda kosninga en síðan er mynduð ríkisstjórn og hún mótar sér ákveðna stefnu,“ segir Birgir við Stöð 2. „Þegar tillagan kom fram í fyrravetur með tilstyrk beggja stjórnarflokkanna. Menn bentu á að það væri erfitt að koma því við með skynsamlegum hætti að ríkisstjórn væri falið verkefni sem hún væri í raun og veru andvíg. Það væri ákveðinn ómöguleiki í því eins og sagt var og frægt varð. Og það hefur ekkert breyst,“ segir Birgir Ármannsson. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að málið hafi verið Sjálfstæðisflokknum mjög erfitt í fyrra. „Það var víst samkomulag milli stjórnarflokkanna í vor þegar málið dó í nefnd, að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi.“ Hún segir að margir telji rétt að ljúka málinu meðan það eru tvö ár í kosningar þar sem það sé enn heitt og umdeilt. Stefanía segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað um að slíta bæri viðræðum en hafa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt yrði aftur um aðild. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafi hinsvegar skrumskælt þetta og boðað að viðræðum yrði ekki slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Raunveruleg stefna flokksins hafi því verið mjög loðin í huga hins almenna kjósanda. Hún segir að sjónarmið meirihluta sjálfstæðismanna séu sú að þjóðin græði ekkert á þessum viðræðum. Það séu hinsvegar áhrifamiklir sjálfstæðismenn, meðal annars úr atvinnulífinu sem tali fyrir viðræðum. „En Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað vera breiðfylking á hægri vængnum vill ekki missa stuðningsmenn. Það er skjálfti í mönnum varðandi þetta mál. Enn hvort það verður jafnmikill jarðskjálfti og í fyrra það skal ósagt látið. Það má vera að vægi þessa málaflokks hafi aðeins minnkað í hugum fólks,“ segir Stefanía Óskarsdóttir.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira