Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2015 21:41 Valborg Rut Geirsdóttir Vísir/Facebook Fólk er svo sannarlega heppið að þurfa ekki á ykkur að halda,“skrifar Valborg Rut Geirsdóttir á Facebook þar sem hún gagnrýnir hækkanir á gjaldskrá fyrirtækisins Art Medica sem er eina stöðin sem sinnir tæknifrjógvunum hér á landi. Valborg segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið þá meðvituðu ákvörðun árið 2012 að verða ein – stök móðir tæknibarns. Hún fór í sína fyrstu meðferð hjá Art Medica í maí árið 2013. Nokkrum meðferðum seinna, í júní árið 2014, varð hún ólétt en það var þó skammvinn gleði þar sem sonur hennar fæddist andvana eftir 29 vikna meðgöngu.Safnar hverji einustu krónu fyrir glasameðferð Síðustu mánuði hefur hún unnið að því að eignast annað barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. „Ég eyði sjaldan sem aldrei í vitleysu eða óþarfa. Ég borða í vinnunni og fer varla í búð til að fylla á matarbirgðir á heimilinu mínu. Ég hef svo mörgum sinnum borðað súrmjólk eða hafragraut heilu dagana síðustu þrjú árin. Mér finnst hafragrautur ógeðslegur, en það er stundum það eina sem ég hef efni á á meðan ég er að skrapa saman fyrir næstu tæknitilraun. Ég hef aldrei kvartað. Því ég er til í að leggja á mig svo ótal margt fyrir lítið kraftaverk. En stundum, eins og núna, er ekki hægt að þegja,“ segir Valborg í pistlinum sem birtist á Facebook.Hækkaði nýverið um 37 þúsund krónur Hún bendir á að glasameðferð sem kostaði 376 þúsund krónur fyrir tíu dögum hefur nú hækkað í 413 þúsund krónur, sem er 37 þúsund króna hækkun, og munar um minna fyrir þá sem þurfa að leggja hverja einustu krónu fyrir í þeirri von um að geta eignast barn. „Mig langar til að þess að gráta. Art Medica er eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Við getum ekki leitað annað nema þá erlendis, sem þó hefur færst verulega í aukana að fólk geri. Að það sé virkilega hægt að hafa samvisku í að eiga alla þessa peninga, bjóða uppá þjónustu sem er mjög svo ábótavant, tæki sem alls ekki eru það nýjasta í dag og vita að fólkið sem til þeirra leitar á oft mjög margt í erfiðleikum með að skrapa saman fyrir hverri meðferð þykir mér hreint út sagt ótrúlegt,“ skrifar Valborg.„Vona svo mikið að þetta væri djók“ Hún vekur athygli á ársreikningi Art Medica frá árinu 2013 og bendir til að mynda á að eigið fé fyrirtækisins þá nam 271 milljón króna og að eigendurnir tveir greiddur sér 44 milljónir í arð það ár. Hagnaður fyrirtækisins voru rúmar 82 milljónir króna og tækin sem fyrirtækið býr yfir voru metin á átta milljónir króna árið 2013. „Ég vona svo mikið að þetta væri djók. Mig langaði hreinlega ekki að trúa þessu,“ skrifar Valborg. Hún segist ekki vilja trúa því að fyrirtæki sem ræðu öllum markaðnum í tæknifrjógvunarmálum á Íslandi eigi alla þessa peninga en vinni ekki að því að bæta tæknina og þjónustuna sem það veitir.Sorglegt að vita af mörgum sem hafa ekki efni á að eignast börn Hún segist óska þess að fyrirtækið hefði samkeppnisaðila á markaði því þá myndi þjónustan mögulega batna. „Mér finnst sorglegt að vita af svo mörgum sem hafa ekki efni á því að eignast börn af þeirri ástæðu að þau þurfa á læknisaðstoð að halda sem kostar allt of mikið. Að allt of hár kostnaður komi í veg fyrir að ótal margir fái drauma sína uppfyllta. Kæra Art Medica - ég vona að ykkur vegni vel og takið vel á móti mér þegar ég loksins næ að safna þeim 468.660 krónum sem meðferðin mín mun kosta með gjafasæði, en utan allra lyfja.“Stöðugar peningaáhyggjur Valborg segir í samtali við Vísi að nógu erfitt sé að takast á við erfiðleikana og ferlið sem tæknimeðferðir eru svo ekki þurfi líka að hafa stöðugar áhyggjur af peningum. „Því að borða ódýrt, kaupa engan óþarfa, neita sér um “klukkutímaskemmtanir”, og hugsa alla daga um hvernig hægt sé að fjármagna næstu tilraun. Tilraun sem enginn veit hvort endar með sorg eða gleði.“ Hún bendir á að eitt af hverjum sex pörum sem þrá að eignast barn eigi í erfiðleikum með það. „Og þessar hækkanir eru alveg ábyggilega ekki það sem fólk þarf á að halda ofan á allt annað.“Vonar að þingsályktunartillaga fái brautargengi Valborg segir að hún voni að þingsályktunartillaga Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana, verði veitt brautargengi á þessu þingi. Tillagan var lögð fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga.Kæra Art Medica.Ég hef nýtt mér þjónustu ykkar í tæknifrjóvgunarmálum í töluvert langan tíma. Nú er svo komið að ég...Posted by Valborg Rut Geirsdóttir on Thursday, September 10, 2015 Tengdar fréttir Ísland of lítið fyrir gjafasæðisbanka Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi. 24. október 2007 15:03 Rúmlega 40 prósenta árangur af tæknifrjógvunum hér á landi 1683 börn fæddust hér á landi eftir tæknifrjógvanir á árunum 1991 til 2007 samkvæmt því sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 5. desember 2007 20:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Fólk er svo sannarlega heppið að þurfa ekki á ykkur að halda,“skrifar Valborg Rut Geirsdóttir á Facebook þar sem hún gagnrýnir hækkanir á gjaldskrá fyrirtækisins Art Medica sem er eina stöðin sem sinnir tæknifrjógvunum hér á landi. Valborg segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið þá meðvituðu ákvörðun árið 2012 að verða ein – stök móðir tæknibarns. Hún fór í sína fyrstu meðferð hjá Art Medica í maí árið 2013. Nokkrum meðferðum seinna, í júní árið 2014, varð hún ólétt en það var þó skammvinn gleði þar sem sonur hennar fæddist andvana eftir 29 vikna meðgöngu.Safnar hverji einustu krónu fyrir glasameðferð Síðustu mánuði hefur hún unnið að því að eignast annað barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. „Ég eyði sjaldan sem aldrei í vitleysu eða óþarfa. Ég borða í vinnunni og fer varla í búð til að fylla á matarbirgðir á heimilinu mínu. Ég hef svo mörgum sinnum borðað súrmjólk eða hafragraut heilu dagana síðustu þrjú árin. Mér finnst hafragrautur ógeðslegur, en það er stundum það eina sem ég hef efni á á meðan ég er að skrapa saman fyrir næstu tæknitilraun. Ég hef aldrei kvartað. Því ég er til í að leggja á mig svo ótal margt fyrir lítið kraftaverk. En stundum, eins og núna, er ekki hægt að þegja,“ segir Valborg í pistlinum sem birtist á Facebook.Hækkaði nýverið um 37 þúsund krónur Hún bendir á að glasameðferð sem kostaði 376 þúsund krónur fyrir tíu dögum hefur nú hækkað í 413 þúsund krónur, sem er 37 þúsund króna hækkun, og munar um minna fyrir þá sem þurfa að leggja hverja einustu krónu fyrir í þeirri von um að geta eignast barn. „Mig langar til að þess að gráta. Art Medica er eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Við getum ekki leitað annað nema þá erlendis, sem þó hefur færst verulega í aukana að fólk geri. Að það sé virkilega hægt að hafa samvisku í að eiga alla þessa peninga, bjóða uppá þjónustu sem er mjög svo ábótavant, tæki sem alls ekki eru það nýjasta í dag og vita að fólkið sem til þeirra leitar á oft mjög margt í erfiðleikum með að skrapa saman fyrir hverri meðferð þykir mér hreint út sagt ótrúlegt,“ skrifar Valborg.„Vona svo mikið að þetta væri djók“ Hún vekur athygli á ársreikningi Art Medica frá árinu 2013 og bendir til að mynda á að eigið fé fyrirtækisins þá nam 271 milljón króna og að eigendurnir tveir greiddur sér 44 milljónir í arð það ár. Hagnaður fyrirtækisins voru rúmar 82 milljónir króna og tækin sem fyrirtækið býr yfir voru metin á átta milljónir króna árið 2013. „Ég vona svo mikið að þetta væri djók. Mig langaði hreinlega ekki að trúa þessu,“ skrifar Valborg. Hún segist ekki vilja trúa því að fyrirtæki sem ræðu öllum markaðnum í tæknifrjógvunarmálum á Íslandi eigi alla þessa peninga en vinni ekki að því að bæta tæknina og þjónustuna sem það veitir.Sorglegt að vita af mörgum sem hafa ekki efni á að eignast börn Hún segist óska þess að fyrirtækið hefði samkeppnisaðila á markaði því þá myndi þjónustan mögulega batna. „Mér finnst sorglegt að vita af svo mörgum sem hafa ekki efni á því að eignast börn af þeirri ástæðu að þau þurfa á læknisaðstoð að halda sem kostar allt of mikið. Að allt of hár kostnaður komi í veg fyrir að ótal margir fái drauma sína uppfyllta. Kæra Art Medica - ég vona að ykkur vegni vel og takið vel á móti mér þegar ég loksins næ að safna þeim 468.660 krónum sem meðferðin mín mun kosta með gjafasæði, en utan allra lyfja.“Stöðugar peningaáhyggjur Valborg segir í samtali við Vísi að nógu erfitt sé að takast á við erfiðleikana og ferlið sem tæknimeðferðir eru svo ekki þurfi líka að hafa stöðugar áhyggjur af peningum. „Því að borða ódýrt, kaupa engan óþarfa, neita sér um “klukkutímaskemmtanir”, og hugsa alla daga um hvernig hægt sé að fjármagna næstu tilraun. Tilraun sem enginn veit hvort endar með sorg eða gleði.“ Hún bendir á að eitt af hverjum sex pörum sem þrá að eignast barn eigi í erfiðleikum með það. „Og þessar hækkanir eru alveg ábyggilega ekki það sem fólk þarf á að halda ofan á allt annað.“Vonar að þingsályktunartillaga fái brautargengi Valborg segir að hún voni að þingsályktunartillaga Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana, verði veitt brautargengi á þessu þingi. Tillagan var lögð fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga.Kæra Art Medica.Ég hef nýtt mér þjónustu ykkar í tæknifrjóvgunarmálum í töluvert langan tíma. Nú er svo komið að ég...Posted by Valborg Rut Geirsdóttir on Thursday, September 10, 2015
Tengdar fréttir Ísland of lítið fyrir gjafasæðisbanka Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi. 24. október 2007 15:03 Rúmlega 40 prósenta árangur af tæknifrjógvunum hér á landi 1683 börn fæddust hér á landi eftir tæknifrjógvanir á árunum 1991 til 2007 samkvæmt því sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 5. desember 2007 20:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ísland of lítið fyrir gjafasæðisbanka Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi. 24. október 2007 15:03
Rúmlega 40 prósenta árangur af tæknifrjógvunum hér á landi 1683 börn fæddust hér á landi eftir tæknifrjógvanir á árunum 1991 til 2007 samkvæmt því sem fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 5. desember 2007 20:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent