Enski boltinn

Arnar: Navas verður kominn í 4. deildina á Spáni eftir fimm ár

„Mér finnst hann hafa nýst mjög vel í fyrstu leikjum ársins. Sterling er á hinum kantinum og þá ertu með hraða báðu megin,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur í Messunni, í gær þegar þeir ræddu hlutverk Jesus Navas hjá Manchester City.

Hjörvar Hafliðason fékk þá Arnar Gunnlaugsson og Þorvald sér til aðstoðar í Messunni í gær en þar var 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp.

„Hann skorar ekki mörk og á ekki alltaf góðar fyrirgjafir en með hraða sínum opnar hann fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf ógnandi þegar hann kemur á bakverðina,“ sagði Þorvaldur en Arnar var ekki sammála því.

„Hann er afskaplega takmarkaður fótboltamaður, leggur hann upp mörk? Eftir fimm ár verður hann kominn í 4. deildina á Spáni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×